Barist um bensíndropann 15. júní 2010 06:00 Orkan Lítrinn er fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar. Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira