Reiði almennings skiljanleg 2. október 2010 05:15 Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira