Reiði almennings skiljanleg 2. október 2010 05:15 Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj
Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira