Húsbændur og hjú Þorvaldar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlagaþingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn Þorvaldur Gylfason var ánægður með niðurstöðuna og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjónvarpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórnlagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrirkomulaginu sem notað er við Alþingiskosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borginni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgarsystur og því þurfi borgarsystirirn að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirnin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar allt er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skilningi, heldur yfirlýsing um að hinir hæfari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjósenda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verðugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomulagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttarskipting þjóðarinnar í húsbændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar