Krossfestingar nútímans Brynjar Níelsson skrifar 8. desember 2010 06:15 Undanfarin misseri og ár hafa sprottið fram fólk með aðstoð fjölmiðla og borið nafngreinda einstaklinga sökum um refsiverða háttsemi sem á að hafa átt sér stað fyrir tugum ára. Nýjasta dæmið eru ásakanir á umdeildan mann, Gunnar Þorsteinnson, um kynferðisbrot, sem komu fram eftir að hann giftist umdeildri konu, Jónínu Benediktsdóttur. Þær ásakanir komu fram í kjölfar deilna innan trúfélagsins Krossins. Réttarríkið gerir ráð fyrir því, að þeir sem telji að á sér hafi verið brotið með refsiverðun hætti geti kært verknaðinn til lögreglu. Lögreglu og ákæruvaldi ber þá að rannsaka málið og vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Samkvæmt lögum verða þeir sem ásaka annan um kynferðisbrot að kæra verknaðinn innan ákveðins frests, að öðrum kosti fer engin lögreglurannsókn fram. Ástæða þessara fyrningareglna er m.a. sú, að útlokað er oftast að leiða hið sanna í ljós ef langt er um liðið, og á það sérstaklega við í brotum þar sem sönnunarfærslan er byggð á munnlegum framburði meints geranda og þolanda. Auk þess er þekkt að veruleikinn og upplifun fólks breytist gjarnan eftir því sem árin líða frá atburðum, sérstaklega ef ósætti hefur komið upp milli aðila eða deilur. Nú mun vera þannig að sex nafngreindar konur bera Gunnar Þorsteinsson sökum um kynferðisbrot. Enginn þeirra kærði meint brot Gunnars á sínum tíma til lögreglu eða hafa komið fram með þessar ásakanir fyrr en núna. Ásakanir þessara kvenna um kynferðisleg áreitni Gunnars eiga það sammerkt að vera um margt óljósar. Einnig bera yfirlýsingar sumra kvennanna þess merki að vera stuðningur við þá konu sem fyrst fór fram með ásakanir á hendur Gunnari. Jafnframt er ekki ljóst hvort allt það sem Gunnari er gefið að sök teljist kynferðisbrot í skilningi laga. Það er undarleg þörf að fara fram nú með ásakanir á hendur Gunnari um kynferðislegar snertingar úr fortíðinni með þeim hætti sem gert er. Ég ætla ekki að gera lítið úr afleiðingum kynferðisbrota, jafnvel þótt þau brot teljist minniháttar. En skipulögð herferð á opinberum vettvangi eins sú sem beinist að Gunnari er ekki líkleg til að bæta andlega heilsu þessara kvenna, heldur þvert á móti. Umræða verður gjarnan óvægin og meiðandi fyrir alla, ekki bara fyrir konurnar og Gunnar, heldur einnig þá sem eru nákomnir þeim. Mér liði ekki betur með því að eyðileggja líf annars manns þótt ég telji hann hafa gert á minni hlut fyrir 25 árum síðan. Þessi aðferð kvennanna veldur því tortryggni og læðist sá grunur að mörgum að aðrar ástæður kunni að vera að baki, sérstaklega þegar litið er til aðdraganda og framsetningu ásakana á hendur Gunnari. Ég var ekki á vettvangi fyrir 25 árum og veit því ekki frekar en aðrir landsmenn hvað er rétt eða rangt í þessu máli. Gunnar hefur neitað öllum kynferðislegum snertingar við þessar konur. Mér geðjast lítt af því að saka nafngreinda menn opinberlega í gegnum fjölmiðla um refsiverða háttsemi. Þeir menn munu aldrei geta sannað sakleysi sitt eins og hugsanlegt hefði verið hægt með lögreglurannsókn. Aðferð af þessu tagi samræmist ekki reglum réttarríkisins og líkist meira galdrafári fyrri alda. Okkur íslendingum er tamt um þessar mundir að tala um bætt siðferði og mannréttindi. Er það merki um gott siðferði að saka mann opinberlega um refsiverða háttsemi í gegnum fjölmiðla og ráða til sín sérstakan talsmann til að sinna því starfi? Er það merki um gott siðferði að fjölmiðlar taki þátt og ýti undir ásakanirmeð umfjöllun sinni? Er það virkilega svo í hinu nýja og siðlega Íslandi, að við teljum það í góðu lagi að bera menn fyrndum sökum og fá þá "dæmda" af samfélaginu með aðstoð fjölmiðla? Svona eru kannski galdrabrennur nútímans. Í þessu tilviki ætti kannski betur við að kalla þetta nútíma krossfestingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri og ár hafa sprottið fram fólk með aðstoð fjölmiðla og borið nafngreinda einstaklinga sökum um refsiverða háttsemi sem á að hafa átt sér stað fyrir tugum ára. Nýjasta dæmið eru ásakanir á umdeildan mann, Gunnar Þorsteinnson, um kynferðisbrot, sem komu fram eftir að hann giftist umdeildri konu, Jónínu Benediktsdóttur. Þær ásakanir komu fram í kjölfar deilna innan trúfélagsins Krossins. Réttarríkið gerir ráð fyrir því, að þeir sem telji að á sér hafi verið brotið með refsiverðun hætti geti kært verknaðinn til lögreglu. Lögreglu og ákæruvaldi ber þá að rannsaka málið og vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Samkvæmt lögum verða þeir sem ásaka annan um kynferðisbrot að kæra verknaðinn innan ákveðins frests, að öðrum kosti fer engin lögreglurannsókn fram. Ástæða þessara fyrningareglna er m.a. sú, að útlokað er oftast að leiða hið sanna í ljós ef langt er um liðið, og á það sérstaklega við í brotum þar sem sönnunarfærslan er byggð á munnlegum framburði meints geranda og þolanda. Auk þess er þekkt að veruleikinn og upplifun fólks breytist gjarnan eftir því sem árin líða frá atburðum, sérstaklega ef ósætti hefur komið upp milli aðila eða deilur. Nú mun vera þannig að sex nafngreindar konur bera Gunnar Þorsteinsson sökum um kynferðisbrot. Enginn þeirra kærði meint brot Gunnars á sínum tíma til lögreglu eða hafa komið fram með þessar ásakanir fyrr en núna. Ásakanir þessara kvenna um kynferðisleg áreitni Gunnars eiga það sammerkt að vera um margt óljósar. Einnig bera yfirlýsingar sumra kvennanna þess merki að vera stuðningur við þá konu sem fyrst fór fram með ásakanir á hendur Gunnari. Jafnframt er ekki ljóst hvort allt það sem Gunnari er gefið að sök teljist kynferðisbrot í skilningi laga. Það er undarleg þörf að fara fram nú með ásakanir á hendur Gunnari um kynferðislegar snertingar úr fortíðinni með þeim hætti sem gert er. Ég ætla ekki að gera lítið úr afleiðingum kynferðisbrota, jafnvel þótt þau brot teljist minniháttar. En skipulögð herferð á opinberum vettvangi eins sú sem beinist að Gunnari er ekki líkleg til að bæta andlega heilsu þessara kvenna, heldur þvert á móti. Umræða verður gjarnan óvægin og meiðandi fyrir alla, ekki bara fyrir konurnar og Gunnar, heldur einnig þá sem eru nákomnir þeim. Mér liði ekki betur með því að eyðileggja líf annars manns þótt ég telji hann hafa gert á minni hlut fyrir 25 árum síðan. Þessi aðferð kvennanna veldur því tortryggni og læðist sá grunur að mörgum að aðrar ástæður kunni að vera að baki, sérstaklega þegar litið er til aðdraganda og framsetningu ásakana á hendur Gunnari. Ég var ekki á vettvangi fyrir 25 árum og veit því ekki frekar en aðrir landsmenn hvað er rétt eða rangt í þessu máli. Gunnar hefur neitað öllum kynferðislegum snertingar við þessar konur. Mér geðjast lítt af því að saka nafngreinda menn opinberlega í gegnum fjölmiðla um refsiverða háttsemi. Þeir menn munu aldrei geta sannað sakleysi sitt eins og hugsanlegt hefði verið hægt með lögreglurannsókn. Aðferð af þessu tagi samræmist ekki reglum réttarríkisins og líkist meira galdrafári fyrri alda. Okkur íslendingum er tamt um þessar mundir að tala um bætt siðferði og mannréttindi. Er það merki um gott siðferði að saka mann opinberlega um refsiverða háttsemi í gegnum fjölmiðla og ráða til sín sérstakan talsmann til að sinna því starfi? Er það merki um gott siðferði að fjölmiðlar taki þátt og ýti undir ásakanirmeð umfjöllun sinni? Er það virkilega svo í hinu nýja og siðlega Íslandi, að við teljum það í góðu lagi að bera menn fyrndum sökum og fá þá "dæmda" af samfélaginu með aðstoð fjölmiðla? Svona eru kannski galdrabrennur nútímans. Í þessu tilviki ætti kannski betur við að kalla þetta nútíma krossfestingu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun