Krossfestingar nútímans Brynjar Níelsson skrifar 8. desember 2010 06:15 Undanfarin misseri og ár hafa sprottið fram fólk með aðstoð fjölmiðla og borið nafngreinda einstaklinga sökum um refsiverða háttsemi sem á að hafa átt sér stað fyrir tugum ára. Nýjasta dæmið eru ásakanir á umdeildan mann, Gunnar Þorsteinnson, um kynferðisbrot, sem komu fram eftir að hann giftist umdeildri konu, Jónínu Benediktsdóttur. Þær ásakanir komu fram í kjölfar deilna innan trúfélagsins Krossins. Réttarríkið gerir ráð fyrir því, að þeir sem telji að á sér hafi verið brotið með refsiverðun hætti geti kært verknaðinn til lögreglu. Lögreglu og ákæruvaldi ber þá að rannsaka málið og vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Samkvæmt lögum verða þeir sem ásaka annan um kynferðisbrot að kæra verknaðinn innan ákveðins frests, að öðrum kosti fer engin lögreglurannsókn fram. Ástæða þessara fyrningareglna er m.a. sú, að útlokað er oftast að leiða hið sanna í ljós ef langt er um liðið, og á það sérstaklega við í brotum þar sem sönnunarfærslan er byggð á munnlegum framburði meints geranda og þolanda. Auk þess er þekkt að veruleikinn og upplifun fólks breytist gjarnan eftir því sem árin líða frá atburðum, sérstaklega ef ósætti hefur komið upp milli aðila eða deilur. Nú mun vera þannig að sex nafngreindar konur bera Gunnar Þorsteinsson sökum um kynferðisbrot. Enginn þeirra kærði meint brot Gunnars á sínum tíma til lögreglu eða hafa komið fram með þessar ásakanir fyrr en núna. Ásakanir þessara kvenna um kynferðisleg áreitni Gunnars eiga það sammerkt að vera um margt óljósar. Einnig bera yfirlýsingar sumra kvennanna þess merki að vera stuðningur við þá konu sem fyrst fór fram með ásakanir á hendur Gunnari. Jafnframt er ekki ljóst hvort allt það sem Gunnari er gefið að sök teljist kynferðisbrot í skilningi laga. Það er undarleg þörf að fara fram nú með ásakanir á hendur Gunnari um kynferðislegar snertingar úr fortíðinni með þeim hætti sem gert er. Ég ætla ekki að gera lítið úr afleiðingum kynferðisbrota, jafnvel þótt þau brot teljist minniháttar. En skipulögð herferð á opinberum vettvangi eins sú sem beinist að Gunnari er ekki líkleg til að bæta andlega heilsu þessara kvenna, heldur þvert á móti. Umræða verður gjarnan óvægin og meiðandi fyrir alla, ekki bara fyrir konurnar og Gunnar, heldur einnig þá sem eru nákomnir þeim. Mér liði ekki betur með því að eyðileggja líf annars manns þótt ég telji hann hafa gert á minni hlut fyrir 25 árum síðan. Þessi aðferð kvennanna veldur því tortryggni og læðist sá grunur að mörgum að aðrar ástæður kunni að vera að baki, sérstaklega þegar litið er til aðdraganda og framsetningu ásakana á hendur Gunnari. Ég var ekki á vettvangi fyrir 25 árum og veit því ekki frekar en aðrir landsmenn hvað er rétt eða rangt í þessu máli. Gunnar hefur neitað öllum kynferðislegum snertingar við þessar konur. Mér geðjast lítt af því að saka nafngreinda menn opinberlega í gegnum fjölmiðla um refsiverða háttsemi. Þeir menn munu aldrei geta sannað sakleysi sitt eins og hugsanlegt hefði verið hægt með lögreglurannsókn. Aðferð af þessu tagi samræmist ekki reglum réttarríkisins og líkist meira galdrafári fyrri alda. Okkur íslendingum er tamt um þessar mundir að tala um bætt siðferði og mannréttindi. Er það merki um gott siðferði að saka mann opinberlega um refsiverða háttsemi í gegnum fjölmiðla og ráða til sín sérstakan talsmann til að sinna því starfi? Er það merki um gott siðferði að fjölmiðlar taki þátt og ýti undir ásakanirmeð umfjöllun sinni? Er það virkilega svo í hinu nýja og siðlega Íslandi, að við teljum það í góðu lagi að bera menn fyrndum sökum og fá þá "dæmda" af samfélaginu með aðstoð fjölmiðla? Svona eru kannski galdrabrennur nútímans. Í þessu tilviki ætti kannski betur við að kalla þetta nútíma krossfestingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri og ár hafa sprottið fram fólk með aðstoð fjölmiðla og borið nafngreinda einstaklinga sökum um refsiverða háttsemi sem á að hafa átt sér stað fyrir tugum ára. Nýjasta dæmið eru ásakanir á umdeildan mann, Gunnar Þorsteinnson, um kynferðisbrot, sem komu fram eftir að hann giftist umdeildri konu, Jónínu Benediktsdóttur. Þær ásakanir komu fram í kjölfar deilna innan trúfélagsins Krossins. Réttarríkið gerir ráð fyrir því, að þeir sem telji að á sér hafi verið brotið með refsiverðun hætti geti kært verknaðinn til lögreglu. Lögreglu og ákæruvaldi ber þá að rannsaka málið og vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Samkvæmt lögum verða þeir sem ásaka annan um kynferðisbrot að kæra verknaðinn innan ákveðins frests, að öðrum kosti fer engin lögreglurannsókn fram. Ástæða þessara fyrningareglna er m.a. sú, að útlokað er oftast að leiða hið sanna í ljós ef langt er um liðið, og á það sérstaklega við í brotum þar sem sönnunarfærslan er byggð á munnlegum framburði meints geranda og þolanda. Auk þess er þekkt að veruleikinn og upplifun fólks breytist gjarnan eftir því sem árin líða frá atburðum, sérstaklega ef ósætti hefur komið upp milli aðila eða deilur. Nú mun vera þannig að sex nafngreindar konur bera Gunnar Þorsteinsson sökum um kynferðisbrot. Enginn þeirra kærði meint brot Gunnars á sínum tíma til lögreglu eða hafa komið fram með þessar ásakanir fyrr en núna. Ásakanir þessara kvenna um kynferðisleg áreitni Gunnars eiga það sammerkt að vera um margt óljósar. Einnig bera yfirlýsingar sumra kvennanna þess merki að vera stuðningur við þá konu sem fyrst fór fram með ásakanir á hendur Gunnari. Jafnframt er ekki ljóst hvort allt það sem Gunnari er gefið að sök teljist kynferðisbrot í skilningi laga. Það er undarleg þörf að fara fram nú með ásakanir á hendur Gunnari um kynferðislegar snertingar úr fortíðinni með þeim hætti sem gert er. Ég ætla ekki að gera lítið úr afleiðingum kynferðisbrota, jafnvel þótt þau brot teljist minniháttar. En skipulögð herferð á opinberum vettvangi eins sú sem beinist að Gunnari er ekki líkleg til að bæta andlega heilsu þessara kvenna, heldur þvert á móti. Umræða verður gjarnan óvægin og meiðandi fyrir alla, ekki bara fyrir konurnar og Gunnar, heldur einnig þá sem eru nákomnir þeim. Mér liði ekki betur með því að eyðileggja líf annars manns þótt ég telji hann hafa gert á minni hlut fyrir 25 árum síðan. Þessi aðferð kvennanna veldur því tortryggni og læðist sá grunur að mörgum að aðrar ástæður kunni að vera að baki, sérstaklega þegar litið er til aðdraganda og framsetningu ásakana á hendur Gunnari. Ég var ekki á vettvangi fyrir 25 árum og veit því ekki frekar en aðrir landsmenn hvað er rétt eða rangt í þessu máli. Gunnar hefur neitað öllum kynferðislegum snertingar við þessar konur. Mér geðjast lítt af því að saka nafngreinda menn opinberlega í gegnum fjölmiðla um refsiverða háttsemi. Þeir menn munu aldrei geta sannað sakleysi sitt eins og hugsanlegt hefði verið hægt með lögreglurannsókn. Aðferð af þessu tagi samræmist ekki reglum réttarríkisins og líkist meira galdrafári fyrri alda. Okkur íslendingum er tamt um þessar mundir að tala um bætt siðferði og mannréttindi. Er það merki um gott siðferði að saka mann opinberlega um refsiverða háttsemi í gegnum fjölmiðla og ráða til sín sérstakan talsmann til að sinna því starfi? Er það merki um gott siðferði að fjölmiðlar taki þátt og ýti undir ásakanirmeð umfjöllun sinni? Er það virkilega svo í hinu nýja og siðlega Íslandi, að við teljum það í góðu lagi að bera menn fyrndum sökum og fá þá "dæmda" af samfélaginu með aðstoð fjölmiðla? Svona eru kannski galdrabrennur nútímans. Í þessu tilviki ætti kannski betur við að kalla þetta nútíma krossfestingu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar