Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2010 14:00 Íslenska handboltalandsliðið fagnar bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/DIENER Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira