Frakkaleikirnir fara ekki fram í Egilshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2010 14:00 Íslenska handboltalandsliðið fagnar bronsinu á EM í Austurríki. Mynd/DIENER Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Það er orðið ljóst að vináttulandsleikirnir við Heims, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í apríl fara ekki fram í Egilshöllinni eins og stóð jafnvel til. Handknattleikssambandið hefur hætt við að koma þessu í framkvæmd þar sem að kostnaður við flutning og leigu á áhorfendapöllum er alltof mikill. „Við ætlum ekki að halda þessari vinnu áfram þar sem þetta mál er bara það óhagkvæmt eins og staðan er í dag. Það þarf að leika alla þessa áhorfendastanda og kostnaðurinn við að leigja þessar stúkur eru á milli ellefu og tólf milljónir," segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Hugmyndin er alls ekki slæm en standarnir þyrftu að vera til í landinu sem einhver fjárfesting ef að þetta ætti að geta gengið," segir Einar og bætir við: „Við fórum í smá vinnu á sínum tíma að skoða þetta þar sem að þessi hús er lítið notuð yfir sumartímann og við vorum alltaf með stóra leiki í kringum 17. júní," segir Einar. „Það var þá með þeirri hugmynd að athuga það hvort það væri hægt að fá einhverja fjárfesta, bæjarfélög eða aðra, til þess að eignast svona stúkur, svo að þetta yrði til í landinu. Svo yrðu ákveðin leigugjöld á þessu ef menn ætluðu að nota þetta svo að menn yrðu ekki að fara í þennan flutning. Það hefur eins og margt annað stoppað í þessu hruni," segir Einar. Leikirnir við Frakka fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl. „Körfuknattleikssambandið var búið að bóka Höllina á þessum tíma og við erum mjög þakklátir fyrir það að þeir færðu sinn vettvang fyrir okkur í annað hús.Þeir tóku okkur mjög vel þegar við fórum að kanna það hvort þeir myndu hleypa okkur þarna inn. Það eru nefnilega ekki margar svona hallir til sem geta tekið á móti svona leikjum," segir Einar. „Það er frábært lið að koma hingað og við eigum líka frábært lið þannig að þetta verður mjög skemmtilegt. Við ætlum okkur að setja forsölu í gang á midi.is um næstu helgi," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira