Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:00 Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Mynd/Stefán Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira