Birna: Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:00 Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Mynd/Stefán Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, er ekki að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hún hefur spilað sjö bikarúrslitaleiki og orðið bikarmeistari þrisvar sinnum. Birna hefur hinsvegar þurft að sætta sig við fjögur silfur í síðustu fimm ferðum sínum í Höllina. „Eigum við ekki bara að stefna að því að breyta þessum tapleikjum í sigur. Þessir tapleikir sitja samt ekkert í okkur því þetta er önnur keppni, annað ár og annar leikur. Þetta verður bara mjög skemmtilegt," segir Birna Valgarðsdóttir og það er engin ástæða fyrir hana en að vera jákvæð enda Keflavíkurliðið að spila mjög vel þessa dagana. „Við erum búnar að spila eins og lið undanfarið og ég vona að við höldum því bara áfram. Stelpurnar vita sín hlutverk í liðinu núna og það eru allar mjög sáttir með það. Við erum mjög glaðar," segir Birna. „Við vorum að reyna alltof mikið sjálfar í upphafi tímabilsins. Nú er meira flæði á boltanum hjá okkur og allir eru glaðir og kátir. Þá er þetta mun auðveldara," segir Birna. Birna átti flottan leik þegar Keflavík vann tuttugu stiga sigur á Haukum í janúar en hún var þá með 19 stig og 8 stoðsendingar. „Þessi stórsigur okkar á þeim um daginn hefur ekkert að segja á laugardaginn. Þær koma dýrvitlausar til leiks ef ég þekki þær rétt og þetta verður hörkuleikur," segir Birna. Birna segir að Haukarnir séu með sterkt lið og nefnir þar sérstaklega bandaríska bakvörðinn Heather Ezell. „Þær eru með hörkulið. Þær eru með þvílíkt öflugan kana og svo hafa þær Rögnu Margréti og Thelmu sem taka öll fráköst sem eru í boði. Þá erum síðan búnar að fá þriggja stiga skyttu og svo eru hinir leikmennirnir mjög öflugir líka. Það má ekki vanmeta þær í eina sekúndu," segir Birna. Keflavík tapaði með 16 stigum á móti KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra þrátt fyrir að vera taldar vera sigurstranglegar fyrir leikinn. „Við vorum hræddar við að tapa. Við vorum bara skíthræddar en nú ætlum við bara að leggja áherslu á það að spila vörn og hafa gaman," segir Birna sem er bjartsýn. „Ef við spilum okkar leik eins og við höfum verið að gera þá erum við í góðum málum. Þetta er samt bikarleikur og það getur allt gerst. Við þurfum að halda haus og megum ekki vera að vanmeta eitt eða neitt," segir Birna að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira