Hugmyndafræði Hitlers? Baldur Þórhallson skrifar 11. ágúst 2010 06:15 Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar