Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2010 13:35 Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni. Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni.
Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira