Við fækkum þingmönnum Þorvaldur Gylfason skrifar 17. nóvember 2010 14:36 Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Að binda hendur löggjafans ... Öguð samfélög með heilbrigða innviði eins og Bretland þurfa ekki að binda hendur löggjafans. Svipuðu máli gegnir t.d. um Danmörku. Stjórnarskrá hafa Danir að vísu sett sér, en hún er stutt og laggóð og stendur óbreytt frá 1953. Í hana hafa Danir ekki talið sig þurfa að bæta ýmsum ákvæðum, sem t.d. Svíar og Finnar hafa sett í sínar stjórnarskrár. Ekki verður séð, að Dönum hafi orðið meint af stuttri stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands frá 1944 var samin upp úr dönsku stjórnarskránni og er eftir því samanrekin. Úr því að danskt efnahagslíf stóð af sér áföllin á fjármálamörkuðum eftir 2007 og danska stjórnarskráin er svo að segja samhljóða íslenzku stjórnarskránni, ber stjórnarskráin þá enga ábyrgð á hruninu hér heima 2008? Þessi ályktun væri rökrétt, hefði stjórnmálastétt Íslands náð sama þroska og í Danmörku, en svo er ekki. Íslenzkt stjórnmálalíf varð snemma seinþroska. Danmörk er óspillt land, en íslenzk stjórnmál og viðskiptalíf eru morandi í spillingu meðal annars vegna þess, hversu illa sumum Íslendingum lætur ólíkt Dönum og Bretum að virða settar reglur. Hrunið hefur þann kost í för með sér, að nú hrannast upp skriflegir vitnisburðir um gamla og nýja spillingu, sem var á margra vitorði, en menn veigruðu sér áður við að fjalla um, svo að stjórnmálamenn og aðrir komust upp með að bera á móti meinsemdinni. Nú myndu flestir hlæja að þeim, sem þræta fyrir spillinguna. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við sjálfa sig og stjórnmálastéttina eins og Njörður P. Njarðvík prófessor lýsir vel í bók sinni Spegill þjóðar (2010). ... til að bæta stjórnarfarið Af þessum sökum þarf Ísland ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk. Hefðum við í tæka tíð sett okkur nýja stjórnarskrá með skýrum ákvæðum um þjóðareign á auðlindum og um stjórnmálaflokka, fjármögnun þeirra og varnir gegn spillingu, hefði e.t.v. verið hægt að aftra hruni. Þá hefði stjórnarskráin getað staðið í vegi fyrir, að Alþingi færði útvegsmönnum kvótann á silfurfati og hefði síðan svipaðan hátt á einkavæðingu bankanna, sem nýir eigendur keyrðu í kaf á mettíma. Þetta hangir saman. Kvótakerfið varðaði veginn að hruni bankanna. Ábyrgðarlausir útvegsmenn tóku lán í bönkunum með sameignarauðlindina að veði. Samfélag, þar sem mönnum leyfist að veðsetja eigur annarra, þarf að taka sér tak. Samfélag, þar sem 900 fölsuð málverk ganga kaupum og sölum skv. skjalfestum vitnisburði sérfræðinga og yfirvöldin lyfta varla fingri til að fletta ofan af fölsurunum, þarf að taka sér tak. Samfélag, sem þarf að una marklausri sýndarrannsókn á rökstuddum grun fyrrum utanríkisráðherra og núverandi efnahags- og viðskiptaráðherra um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þarf að taka sér tak. Málverkafölsunarmálið og símahlerunarmálið eru ekki gömul mál, nóg er af þeim, heldur ný. Ísland þarf ýtarlegri stjórnarskrá en Danmörk til að girða fyrir stjórnarhætti eins og þá, sem settu landið á hliðina. Skuldug þjóð er ekki frjáls, því að hún þarf að einhverju leyti að lúta tilmælum þeirra, sem draga hana upp úr skuldafeninu. Þeir, sem keyrðu landið í kaf, skertu frelsi þjóðarinnar og fullveldi. Þeim og þeirra líkum þarf að setja stólinn fyrir dyrnar með ákvæðum í stjórnarskrá til að tryggja skýra aðgreiningu valds með viðeigandi valdmörkum og mótvægi og til að skerða veldi stjórnmálaflokka. Því þarf að fækka fulltrúum stjórnmálaflokkanna á Alþingi úr 63 í t.d. 37 eða 31. Færri þingmenn, meiri kröfur Þessar tölur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Í ritgerðum sínum um stjórnarskrána í Helgafelli 1946 lögðu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson til, að þingmönnum yrði fækkað í 33 (Gylfi) eða 40 (Ólafur) til að draga úr veldi stjórnmálaflokkanna og meðfylgjandi hættu á spillingu. Nú er lag að hrinda þessari tillögu þeirra í framkvæmd. Það tækifæri má Stjórnlagaþingið ekki láta sér úr greipum ganga. Fækkun þingmanna myndi spara fé og lyfta Alþingi með því að leiða af sér strangari kröfur kjósenda til fulltrúa sinna á Alþingi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun