Púslmynd af brjóstakrabbameini Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 28. september 2010 06:00 Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins var þeirri spurningu varpað fram, hvort endurskoða þyrfti fjárframlög til hópleitarinnar hér á landi þar sem fjármunum væri e.t.v. betur varið með öðrum hætti. Greinin er einn biti í hinni flóknu púslmynd um brjóstakrabbamein og ber að skoða hana sem slíka. Hún er ekki öll myndin. Aðrir góðir bitar í púslið eru m.a. merkar niðurstöður rannsókna á vegum Krabbameinsfélagsins, sem vakið hafa mikla athygli. En myndin er samt ófullgerð. Stöðugt þarf að endurskoða áherslur í krabbameinsleitinni. Krabbameinsfélag Íslands hefur beint því til heilbrigðisyfirvalda að myndað verði sérstakt ráð sem meti hagkvæmni leitar að krabbameinum á frumstigi og veiti yfirvöldum ráðgjöf þar að lútandi. Leitin hér hefur verið talin til fyrirmyndar, en hún er framkvæmd samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Krabbameinsfélagið fagnar rannsóknum á krabbameinum og hefur stutt vísindastarfið með ráðum og dáð í bráðum sextíu ár. Krabbameinsleitin er byggð á gagnreyndri þekkingu og viðamiklum vísindarannsóknum. Engin hópleit er eins vel rannsökuð og leitin að brjóstakrabbameinum. Skemmst er að minnast umfjöllunar í British Medical Journal nú síðsumars um mikla lækkun dánartíðni hér. Viðbrögð við greininni í New England Journal of Medicine hafa verið áhugaverð. Fjöldi fræðimanna, meðferðaraðila og samtaka nota tækifærið til að benda á mikilvægi hópleitarinnar. Einn höfunda greinarinnar segist myndi fara í hópleit, væri hann kona. Greinin er innlegg í umræðuna, en ákvarðanir um að leggja niður mikilvæga þjónustu má ekki taka á grundvelli hennar. Öll samanburðarlönd okkar halda áfram að leggja mikla áherslu á þennan þátt þjónustunnar. Krabbameinsfélag Íslands býr yfir mikilli þekkingu á hópleit að krabbameinum, og er reiðubúið að miðla henni og taka þátt í umræðunni. Á næstunni munum við kynna áherslur okkar varðandi krabbameinsvarnir kvenna í hinum hefðbundna bleika októbermánuði. Hvetjum við landsmenn til að tileinka sér þá fræðslu sem við bjóðum og leggja okkur lið við árangursrík verkefni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar