Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík 21. desember 2010 06:00 Dönsk herþyrla Danski herinn og Landhelgisgæslan starfa náið saman vegna öryggis- og björgunarmála við landið. mynd/landsbjörg Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira