Sérfræðingar skoða álitamál um ráðherraábyrgð Sigríður Mogensen skrifar 21. júlí 2010 18:32 Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem birt var þann 12. apríl á þessu ári að þrír ráðherrar hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga um nefndina, í aðdraganda falls íslensku bankanna með því að láta hjá líða að bregðast á viðeigandi hátt við yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnahagslíf, sem versnandi staða bankanna hafði í för með sér. Þetta eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra. Níu manna þingnefnd, með Atla Gíslason í fararbroddi, er ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar. Þingmannanefndin hefur þannig það hlutverk að stuðla að pólitísku uppgjöri á efnahagshruninu. Nefndin hefur nú falið þremur sérfræðingum að skoða nánar álitaefni varðandi ráðherraábyrgð, en það er hlutverk hennar að skera úr um hvort tilefni sé til að Alþingi höfði mál gegn þeim ráðherrum sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi. Sérfræðingarnir eru Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsirétti, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við HR og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari. Von er á að þau skili niðurstöðum sínum til nefndarinnar þegar hún kemur saman að nýju í ágúst. Landsdómur Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur falið þremur sérfræðingum að skoða álitaefni sem varða ráðherraábyrgð. Búist er við skýrslu frá þeim í ágúst en eftir það verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem birt var þann 12. apríl á þessu ári að þrír ráðherrar hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga um nefndina, í aðdraganda falls íslensku bankanna með því að láta hjá líða að bregðast á viðeigandi hátt við yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efnahagslíf, sem versnandi staða bankanna hafði í för með sér. Þetta eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra. Níu manna þingnefnd, með Atla Gíslason í fararbroddi, er ætlað að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar. Þingmannanefndin hefur þannig það hlutverk að stuðla að pólitísku uppgjöri á efnahagshruninu. Nefndin hefur nú falið þremur sérfræðingum að skoða nánar álitaefni varðandi ráðherraábyrgð, en það er hlutverk hennar að skera úr um hvort tilefni sé til að Alþingi höfði mál gegn þeim ráðherrum sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi. Sérfræðingarnir eru Jónatan Þórmundsson, prófessor í refsirétti, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við HR og Sigríður Friðjónsdóttir, vararíkissaksóknari. Von er á að þau skili niðurstöðum sínum til nefndarinnar þegar hún kemur saman að nýju í ágúst.
Landsdómur Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira