Umhverfismál og neytendamál Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2009 06:00 Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Verð á rafmagni til garðyrkjubænda hækkaði um nálægt þriðjung fyrir um ári. Ástæðan er sú að þegar innflutningstollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 tók ríkið á sig hluta af flutningskostnaði vegna rafmagns til garðyrkjubænda. Þessi ákvörðun var felld úr gildi fyrir um ári og olli það hækkuninni. Garðyrkjubændur eru ósáttir og stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið í gær til að vekja athygli á málstað sínum nú þegar veturinn er fram undan og sá tími sem raforkunotkun þeirra er mest. Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur verið til umræðu áður og krafa þeirra hefur löngum verið sú að greiða sama verð fyrir raforkuna og stóriðjan. Nú segjast þeir greiða hærra verð fyrir raforkuna en heimili í þéttbýli. Rafmagn er enda stærsti kostnaðarliður garðyrkjubænda þannig að verð þess skiptir sköpum í rekstri þeirra. Því óttast þeir að einhverjir muni þurfa að hætta yfir vetrarmánuðina eða jafnvel alveg. Grænmetisrækt er mikilvægur hluti af íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu. Aðstæður hér á landi til að rækta grænmeti í gróðurhúsum eru einstakar vegna þess að orkan sem notuð er losar ekki óæskileg efni út í andrúmsloftið. Íslenskir garðyrkjubændur hafa náð ljómandi árangri við að framleiða gott grænmeti sem óneitanlega er bæði bragðmeira en það innflutta gróðurhúsagrænmeti sem hér er fáanlegt og auk þess ferskara þegar það er komið á markað til íslenskra neytenda. Möguleikinn til að framleiða algengar grænmetistegundir árið um kring, ásamt nálægð við markaðinn, þýðir að íslenskir neytendur eiga kost á að kaupa ýmsar tegundir grænmetis ferskar allt árið. Íslenskir neytendur kunna vel að meta fjölbreytt úrval af grænmeti og ávöxtum. Til þess þarf vitanlega að flytja inn margar tegundir, ýmist hluta úr ári eða allt árið. Engu að síður er mikilvægt að hafa aðgang að íslensku grænmeti á verði sem er samkeppnishæft við innflutt grænmeti. Það er í það minnsta heldur nöturleg staðreynd að ódýrasta grænmetið sem íslenskum neytendum stendur til boða skuli vera ræktað í gróðurhúsum sem kynt eru og lýst með orkugjöfum sem hafa til muna skaðlegri áhrif á umhverfið en þeir sem hér eru notaðir í sama tilgangi. Að því loknu er svo flogið með grænmetið yfir hafið með tilheyrandi kostnaði og skaðlegum umhverfisáhrifum. Þetta eru tegundir sem auðveldlega má rækta í íslenskum gróðurhúsum árið um kring og flytja til neytenda með minni tilkostnaði og umhverfisáhrifum. Ráðamenn verða að sýna í verki pólitískan vilja sinn til að gera garðyrkjuna að lífvænlegum atvinnuvegi. Hátt raforkuverð má ekki sliga þessa mikilvægu atvinnugrein sem skapar atvinnu á erfiðum tímum, er umhverfisvæn og þannig framlag til þess að gera jörðina lífvænlegri til framtíðar og síðast en ekki síst mikilvægt framlag á matarborð íslenskra neytenda.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun