Dýr leið valin við endurreisn bankanna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 samsett mynd/kristinn Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Markaðir Viðskipti Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira