Dýr leið valin við endurreisn bankanna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 samsett mynd/kristinn Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Markaðir Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Sjá meira