Dökkar horfur í efnahagsmálum 11. mars 2009 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur að kreppunni ljúki ekki hér fyrr en það sjái til sólar í alþjóðlegu efnahagslífi. „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki," segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Edda Rós segir horfur enn slæmar og ekki sjái fyrir endann á fjármálakreppunni í allra nánustu framtíð. Hún bendir á að eignaverð sé enn að lækka víða um heim og hafi það áhrif á fjármálastofnanir og raunhagkerfið. Það hafi skilað sér í viðvarandi skorti á trausti, erfiðleikum tengdum eignamati og háum áhættuálögum um heim allan. Edda Rós segir óvissuna helsta orsakavaldinn og séu þau tól sem áður hafi verið gripið til ekki virk. „Ríkjandi hugmyndafræði hefur víða verið sú að lækka skatta til að auka hagvöxt. Í raun má færa hagfræðileg rök fyrir því að nú eigi ríkið að eyða annaðhvort skattpeningum eða skila með hallarekstri, því einkaaðilar treysta sér ekki til þess á meðan eignaverð er enn að lækka," segir hún. „Þetta er andstætt við þá hagfræði sem hefur verið í gildi upp á síðkastið. Því getur verið erfitt að kyngja og menn ekki undirbúnir til að fara í slíkt," segir hún og bætir við að nú sé svo komið að ríkisstjórnir stærstu landa heims verði að setjast niður og móta samræmdar aðgerðir gegn kreppunni. Beðið eftir leiðtogumEdda Rós segir menn bera miklar væntingar til leiðtogafundar tuttugu stærstu iðnríkja heims - G20-fundarins - þar sem forsætisráðherrar og aðrir stjórnmálaleiðtogar hittast ásamt seðlabankastjórum í Lundúnum í Bretlandi 2. apríl næstkomandi.Þegar var byrjað að leggja línurnar og hita upp fyrir fundinn á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í enda janúar og hafa menn lagt grunninn að því sem rætt verður um á leiðtogafundinum. „Þarna munu menn væntanlega ræða um regluverk og umgjörð sem hjálpar til við að verðmeta eignir," segir Edda Rós. Hún telur sömuleiðis líklegt að rætt verði um samræmdar aðgerðir til bjargar bönkum og fjármálafyrirtækjum.„Margir telja að bankar séu meira eða minna með neikvætt eigið fé um allan heim. Þá er spurningin hvort tækt sé að setja aukið eigið fé í fyrirtækin eða skera niður skuldir í anda þess sem hafi verið gert hér heima," segir Edda Rós og bætir við að menn deili um ágæti aðgerðanna. Kröfuhafar taka skellinnFjármálasérfræðingar vestanhafs hafa upp á síðkastið rætt um að fara sænsku eða jafnvel finnsku leiðina til að bjarga fjármálafyrirtækjunum. Edda Rós vill ekki útiloka að menn velji aðrar leiðir. Þegar Svíar og Finnar hafi gert upp banka sína í norrænu fjármálakreppunum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar hafi aðstæður verið aðrar en nú og lánardrottnar fengið allar kröfur greiddar. Því sé ekki að skipta nú. „Nú eru menn að gíra öll kerfi niður og þá gerist það sjálfkrafa að eignir gufa upp á meðan skuldir sitja eftir líkt og hér. Þá má íhuga það alvarlega hvort kröfuhafar - skuldabréfaeigendur - eigi ekki að taka hluta skell síns og taka þátt í að borga brúsann," segir Edda Rós. Hún telur slíkt mögulega geta gengið eftir án alvarlegra eftirkasta fyrir alþjóðlegt efnahagslíf, enda séu allir kostir slæmir. Hins vegar verði að ná alþjóðlegri sátt um aðgerðirnar.Hún segir sömuleiðis ljóst, að þótt aðgerðir sem þessar verði sársaukafullar fyrir skuldabréfaeigendur þá geti þær bundið enda á fjármálakreppuna fyrr en ella. „Þetta er spurning hvort menn vilja hryllilegan endi á kreppunni eða endalausan hrylling," segir hún. Allt tekur endaEdda Rós tekur undir með Kenneth Rogoff, prófessor í Harvard og fyrrum aðalhagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að allar efnahagskreppur taki enda. Fjármálakreppur vari að meðaltali tæplega 2 ár þar til taki að sjá til sólar á ný. Atvinnuleysi vari oft lengur og tekur að meðaltal um 4,8 ár að draga úr því.„Þetta fer allt eftir skilgreiningum á kreppu. Ég hef tilhneigingu til að skoða það út frá augum einstaklingsins og hef áhuga á því hvenær störfum tekur að fjölga á ný eftir samdráttarskeið. Sem hagfræðingur horfi ég hins vegar á hagvöxtinn," segir Edda Rós og bendir á að hér gegni nokkuð öðru máli en í öðrum löndum. Hagkerfið hér sé mjög sveigjanlegt sem geti hagað seglum eftir vindi. Hún nefnir sem dæmi að einkaneysla hafi dregist mjög hratt saman á fjórða ársfjórðungi í fyrra, eða um tæp 25 prósent. „Það sést ekki í stórum hagkerfum," segir hún.„Við getum ekki leyst kreppuna hér fyrr en botn er kominn í alþjóðlegu kreppuna. Við getum þó allt eins búist við að vera fyrst upp úr henni. En það gerist ekki fyrr en heimurinn hefur náð viðspyrnu," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
„Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki," segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Edda Rós segir horfur enn slæmar og ekki sjái fyrir endann á fjármálakreppunni í allra nánustu framtíð. Hún bendir á að eignaverð sé enn að lækka víða um heim og hafi það áhrif á fjármálastofnanir og raunhagkerfið. Það hafi skilað sér í viðvarandi skorti á trausti, erfiðleikum tengdum eignamati og háum áhættuálögum um heim allan. Edda Rós segir óvissuna helsta orsakavaldinn og séu þau tól sem áður hafi verið gripið til ekki virk. „Ríkjandi hugmyndafræði hefur víða verið sú að lækka skatta til að auka hagvöxt. Í raun má færa hagfræðileg rök fyrir því að nú eigi ríkið að eyða annaðhvort skattpeningum eða skila með hallarekstri, því einkaaðilar treysta sér ekki til þess á meðan eignaverð er enn að lækka," segir hún. „Þetta er andstætt við þá hagfræði sem hefur verið í gildi upp á síðkastið. Því getur verið erfitt að kyngja og menn ekki undirbúnir til að fara í slíkt," segir hún og bætir við að nú sé svo komið að ríkisstjórnir stærstu landa heims verði að setjast niður og móta samræmdar aðgerðir gegn kreppunni. Beðið eftir leiðtogumEdda Rós segir menn bera miklar væntingar til leiðtogafundar tuttugu stærstu iðnríkja heims - G20-fundarins - þar sem forsætisráðherrar og aðrir stjórnmálaleiðtogar hittast ásamt seðlabankastjórum í Lundúnum í Bretlandi 2. apríl næstkomandi.Þegar var byrjað að leggja línurnar og hita upp fyrir fundinn á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í enda janúar og hafa menn lagt grunninn að því sem rætt verður um á leiðtogafundinum. „Þarna munu menn væntanlega ræða um regluverk og umgjörð sem hjálpar til við að verðmeta eignir," segir Edda Rós. Hún telur sömuleiðis líklegt að rætt verði um samræmdar aðgerðir til bjargar bönkum og fjármálafyrirtækjum.„Margir telja að bankar séu meira eða minna með neikvætt eigið fé um allan heim. Þá er spurningin hvort tækt sé að setja aukið eigið fé í fyrirtækin eða skera niður skuldir í anda þess sem hafi verið gert hér heima," segir Edda Rós og bætir við að menn deili um ágæti aðgerðanna. Kröfuhafar taka skellinnFjármálasérfræðingar vestanhafs hafa upp á síðkastið rætt um að fara sænsku eða jafnvel finnsku leiðina til að bjarga fjármálafyrirtækjunum. Edda Rós vill ekki útiloka að menn velji aðrar leiðir. Þegar Svíar og Finnar hafi gert upp banka sína í norrænu fjármálakreppunum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar hafi aðstæður verið aðrar en nú og lánardrottnar fengið allar kröfur greiddar. Því sé ekki að skipta nú. „Nú eru menn að gíra öll kerfi niður og þá gerist það sjálfkrafa að eignir gufa upp á meðan skuldir sitja eftir líkt og hér. Þá má íhuga það alvarlega hvort kröfuhafar - skuldabréfaeigendur - eigi ekki að taka hluta skell síns og taka þátt í að borga brúsann," segir Edda Rós. Hún telur slíkt mögulega geta gengið eftir án alvarlegra eftirkasta fyrir alþjóðlegt efnahagslíf, enda séu allir kostir slæmir. Hins vegar verði að ná alþjóðlegri sátt um aðgerðirnar.Hún segir sömuleiðis ljóst, að þótt aðgerðir sem þessar verði sársaukafullar fyrir skuldabréfaeigendur þá geti þær bundið enda á fjármálakreppuna fyrr en ella. „Þetta er spurning hvort menn vilja hryllilegan endi á kreppunni eða endalausan hrylling," segir hún. Allt tekur endaEdda Rós tekur undir með Kenneth Rogoff, prófessor í Harvard og fyrrum aðalhagfræðing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að allar efnahagskreppur taki enda. Fjármálakreppur vari að meðaltali tæplega 2 ár þar til taki að sjá til sólar á ný. Atvinnuleysi vari oft lengur og tekur að meðaltal um 4,8 ár að draga úr því.„Þetta fer allt eftir skilgreiningum á kreppu. Ég hef tilhneigingu til að skoða það út frá augum einstaklingsins og hef áhuga á því hvenær störfum tekur að fjölga á ný eftir samdráttarskeið. Sem hagfræðingur horfi ég hins vegar á hagvöxtinn," segir Edda Rós og bendir á að hér gegni nokkuð öðru máli en í öðrum löndum. Hagkerfið hér sé mjög sveigjanlegt sem geti hagað seglum eftir vindi. Hún nefnir sem dæmi að einkaneysla hafi dregist mjög hratt saman á fjórða ársfjórðungi í fyrra, eða um tæp 25 prósent. „Það sést ekki í stórum hagkerfum," segir hún.„Við getum ekki leyst kreppuna hér fyrr en botn er kominn í alþjóðlegu kreppuna. Við getum þó allt eins búist við að vera fyrst upp úr henni. En það gerist ekki fyrr en heimurinn hefur náð viðspyrnu," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira