Steingrímur skattakrækir Eygló Harðardóttir skrifar 29. desember 2009 06:00 Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar