Höfuðpaur í stóra fíkniefnamálinu talinn skipuleggja dópsmygl 10. maí 2009 18:54 Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins. Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða frá árinu 1999 var búsettur í Brasilíu í mörg ár og er grunaður um að eiga aðild að skipulögðu dópsmygli frá Brasilíu til Íslands. Mörg íslensk burðardýr hafa verið tekin í landinu undanfarin ár. Í fréttum okkur í vikunni sögðum við frá því að það væri ekkert einsdæmi að Íslendingar reyndu kókaínsmygl frá Brasilíu til Íslands. Leiðin sem Ragnar Erling Hermannson ætlaði með kílóin sín frá Brasilíu til Malagá hefur margoft verið farin áður. Ragnar komst hins vegar ekki langt. Hann var handtekinn á flugvelli borgarinnar Recife í Brasilíu. Athygli vekur að Sverrir Þór Gunnarsson einn höfuðpauranna í stóra fíkniefnamálinu svokallaða hefur verið búsettur í Recife undanfarin ár. Hann fluttist þangað eftir að hafa lokið afplánun á sjö ára fangelsisdómi fyrir aðild að stórfelldu kókaínsmygli. En þótt Sverrir hafi flutt frá Litla-Hrauni til Brasilíu hefur hann haldið tengslum við Ísland. Hann á til að mynda nokkrar fasteignir í Reykjavík og í einni þeirra gómaði lögreglan hóp af vændiskonum í hitt í fyrra. Vændiskonurnar voru allar frá Brasilíu. Þá hafa nokkrir af samverkamönnum Sverris úr stóra fíkniefnamálinu haldið uppteknum hætti. Nokkrir þeirra hafa verið handteknir og dæmdir nýlega fyrir tilraun til að smygla miklu magni af kókaíni til landsins. Í einu nýlegu smyglmáli kom til dæmis fram að smyglarinn millifærði tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris í Panama. Smyglarinn útskýrði það svo í Héraðsdómi sem greiðslu vegna byggingaframkvæmda í Brasilíu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að vegna fyrri tengsla Sverris við bæði og gömul og nýleg kókaínmál hafi lögreglan hann haft hann undir eftirliti í tengslum við þau fíkniefnamál sem komið hafa upp í Brasilíu á undanförnum árum. Einn heimildarmaður fréttastofu orðaði það sem svo að smyglarar þurfi á einhverjum að halda sem geti komið íslenskum kaupendum og burðardýrum í sambönd við söluaðila kókaíns sem þeir geti treyst. Lögregla þurfi meðal annars að kanna hvort Sverrir hafi gegnt slíku hlutverki. Sverrir Þór Gunnarsson flutt nýlega frá Brasilíu og borginni Recife til Amsterdam en Amsterdam er einskonar vörutorg Íslendinga sem vilja smygla í hass, spítt og e-tölum til landsins.
Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira