Sérstakur persónuafsláttur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun