Sérstakur persónuafsláttur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar