Sérstakur persónuafsláttur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 06:00 Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar. Ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist. Hjá þeim sem hafa 20% lægstu tekjurnar hefur skattbyrðin hækkað þrisvar sinnum meira en meðaltalinu nemur. Hið gagnstæða gildir um 15% tekjuhæsta hópinn, þar hefur skattbyrðin lækkað. Hækkunin hjá tekjulága hópnum er um 14-15% af tekjum, frá engum sköttum upp í umtalsverða. Lækkunin hjá tekjuháa hópnum er mikil, mest hjá 1% tekjuhæsta hópnum. Skattbyrði hans var 35% af tekjum árið 1993 en aðeins 13% árið 2007. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands hefur birt. Þetta hefur gerst vegna þriggja ástæðna. Persónuafsláttur hefur lækkað að raungildi með árunum og sífellt lægri tekjur bera skatt. Hátekjuskattur var lagður af og almenn skattprósenta hefur lækkað. Hátekjufólk fær þess vegna fleiri krónur í skattalækkun en þeir sem lágar tekjur hafa. Í þriðja lagi er tekjuskattur á fjármagn mun lægri en á laun og á síðustu árum hefur vaxandi hlutur tekna einstaklinga verið af fjármagni. Fjármagnstekjurnar dreifast einkum á tekjuháa fólkið og eru stór hluti heildartekna þess hóps. Nú þarf að snúa þróuninni við og auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Hækkun skatta þarf að færast upp eftir tekjustiganum og hlífa þeim sem eru með lágar tekjur. Það verður helst gert með almennri hækkun skattprósentu, því að endurvekja hátekjuþrepið og því að hækka skatt á fjármagn. Taka á upp sérstakan persónuafslátt til lágtekjufólks, sem lækkar skattbyrðina svo að hún verði ekki meiri en meðaltalshækkun skattbyrðarinnar frá 1993. Vísa ég til frumvarps um sérstakan persónuafslátt sem ég flutti ásamt fleirum á Alþingi fyrir tveimur árum. Það á ekki að leggja þyngri byrðar á lágtekjufólk en aðra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar