Efnt til illdeilna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. júlí 2009 03:00 Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar