Sport

Íslenska liðið gerði okkur erfitt fyrir í seinni hálfleik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Giovanni van Bronckhorst.
Giovanni van Bronckhorst. Nordicphotos/Gettyimages

Giovanni van Bronckhorst var vitanlega sáttur með stigin þrjú á Laugardalsvelli í kvöld en Hollendingar tryggðu sér þar með endanlega farseðilinn á lokakeppni HM 2010 í Suður-Afríku.

Fyrirliðinn hefði þó viljað sjá lið sitt klára leikinn almennilega í fyrri hálfleik þegar Hollendingar sundurspiluðu íslenska liðið.

„Við hefðum þurft að bæta við þriðja og fjórða markinu í fyrri hálfleik þar sem við vorum að spila mjög vel og íslenska liðið komst ekkert nálægt okkur. Það gekk hins vegar ekki upp en markið hjá þeim kom það seint að þeir fengu ekki tækifæri til þess að skora seinna markið og sigurinn var því í raun aldrei í hættu," segir Bronckhorst.

Bronckhorst hrósaði íslenska liðinu fyrir að koma til baka í seinni hálfleik eftir að lenda snemma 0-2 undir.

„Þeir fá prik fyrir að gefast ekki upp í seinni hálfleik og þeir eiga marga líkamlega sterka leikmenn sem náðu að gera okkur erfitt fyrir. En í fyrir hálfleik vorum við að spila það vel að þeir áttu ekki möguleika í okkur," segir Bronckhorst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×