Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás 3. október 2009 06:15 Rannveig Rist. Vísir/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar í byrjun ágúst. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið sem mun skilja eftir sig ör. Rannveig staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en vildi ekki gera mikið úr meiðslum sínum. Atvikið átti sér stað 5. ágúst síðastliðinn. Þá um nóttina voru unnin skemmdarverk á heimili hennar í Garðabæ. Komið hefur fram að málningu var skvett á íbúðarhúsið en nú liggur fyrir að þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Rannveig vill ekki tjá sig um atvikið frekar eða hvort hún hafi verið ein á ferð. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vill hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Komið hefur fram að lögregla hefur til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Öll málin eiga það sammerkt að málningu hefur verið skvett á eigur fólks en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var notuð sýra sem ekki er lengur talin nothæf í iðnaði hér á landi. Efnið, sem var nýtt til að leysa upp lakk, þótti of hættulegt. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásirnar hafi þótt það alvarlegar að yfirmenn lögreglunnar hafi fundað sérstaklega með forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem árásunum hefur verið beint gegn. Það fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. - shá
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira