Hlutabréf á Asíumörkuðum héldu áfram að lækka í verði í morgun og var lækkun sumra hlutabréfavísitalna sú mesta í einn mánuð.
Nikkei-vísitalan japanska lækkaði til að mynda um 4,5 prósentustig en hjá einstökum fyrirtækjum varð lækkunin einna mest hjá hátækniframleiðandanum Sony. Rio Tinto Group, móðurfélag Alcan í Straumsvík, hélt áfram að lækka, nú um 3,3 prósentustig.