Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Björn Berg Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 07:02 Björn Berg Gunnarsson fagnar umræðunni um sparnað. Vísir/Vilhelm Spurning barst frá þrjátíu og eins árs gömlum karlmanni: Sæll Björn. Ég og konan mín erum nýlega búin að taka til í fjármálum heimilisins og náum að leggja til hliðar ágætis summu í hverjum mánuði. Við erum hinsvegar ekki viss hvort við eigum greiða niður hin ýmsu lán, fjárfesta í hlutabréfum/sjóðum, láta peninginn ávaxtast inná reikningi eða gera allt í senn. Hvað er best að gera þegar til lengri tíma er litið? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Til hamingju með að hafa tekið til í fjármálum heimilisins og vera farinn að geta lagt fyrir í hverjum mánuði. Þar sem þú nefndir að þið skuldið hin ýmsu lán ímynda ég mér að þið hafið þarna heldur betur snúið við blaðinu, sem eru frábærar fréttir. Það er einmitt gott að staldra við þegar við erum farin að stefna í rétta átt og vanda sig við að forgangsraða notkun þessa nýja svigrúms. Á þessum vettvangi þarf ég að svara með nokkrum almennum hætti, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvaða lán þetta eru, hve mikill afgangurinn er og hvaða sparnað þið eigið, þ.m.t. lífeyri. Almennt talið og án nánari upplýsinga myndi ég þó nálgast verkefnið með þessum hætti: Taktu fyrst frá þokkalega fjárhæð sem þú hyggst geyma í neyðarsjóði. Hve há fjárhæðin þarf að vera er misjafnt en endilega lestu svör mín við spurningu um neyðarsjóð hér á Vísi. Ég ætla að gefa mér að í tiltekt á heimilisfjármálum ykkar felist að þið haldið heimilisbókhald. Gakktu úr skugga um að í því sé gert ráð fyrir nauðsynlegum sparnaði, til skemmri og lengri tíma og hann sé gerður sjálfvirkur, í appi eða netbanka. Það gæti sem dæmi verið mánaðarlegur sparnaður fyrir jólaútgjöldum, ferðalögum, viðhaldi á húsnæði og bílakaupum. Mundu að hafa slíkan sparnað á aðskyldum bankabókum sem þú nefnir viðeigandi nöfnum. Líttu á þann sparnað og þær fjárfestingar sem þið stundið nú þegar með greiðslum í lífeyrissjóð og viðbótarlífeyrissparnað. Það er ykkar að velja hentuga ávöxtunarleið í þeim tegundum séreignarsparnaðar (m.a. viðbótarlífeyris) sem þið greiðið í. Veljið ykkur þar leiðir sem henta ykkar markmiðum, svo sem hvort þið sækist í sem mesta ávöxtun til langs tíma, sem minnstar sveiflur eða hyggist greiða mánaðarlega inn á húsnæðislánið ykkar. Ef þið megið velja ykkur lífeyrissjóð skuluð þið velta vandlega fyrir ykkur hvaða sjóður hentar ykkur í dag. Ef þið megið ekki velja metið þið hvort þið viljið safna tilgreindri séreign sem hluta ykkar lífeyris. Nú kemur að skuldunum. Ef þær eru nokkrar, eins og þú nefnir, getur reynst afar hvetjandi að ráðast fyrst, af fullum þunga, í að greiða niður minnsta lánið. Þú greiðir það sem nauðsynlegt er af öðrum lánum, en afgangurinn fer allur í að greiða litla lánið upp að fullu. Þegar það er farið bætir þú greiðslubyrði litla lánsins við þá fjárhæð sem þú notaðir til að greiða það niður og ræðst að enn meiri þunga á næst minnsta lánið. Svona eykst hraðinn á niðurgreiðslu lána þar til öll lán önnur en húsnæðislánið eru farin. Þessi aðferð kallast snjóboltaaðferðin. Hún hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið og greiða skuldir hratt niður.Þegar aðeins húsnæðislánið er eftir ættir þú að finna fyrir heilmiklum mun í fjármálum heimilisins. Engin önnur greiðslubyrði er til staðar, en nú megið þið ekki slaka á. Þið hafið haldið hreinu hingað til í leiknum en eruð komin í dauðafæri. Nú einbeitið þið ykkur að húsnæðisláninu. Það getur krafist endurfjármögnunar eða skilmálabreytingar en nú skuluð þið stilla upp hentugu láni með tilliti til lánskjara og niðurgreiðslu. Þið eruð ekki að leita að lægstu greiðslubyrðinni heldur þvert á móti sem þyngstri. Láttu greiðslugetu þína stýra láninu, hvað svo sem greiðsluseðillinn segir. Ef þú getur greitt meira en beðið er um bætir þú við viðbótargreiðslu og viðbótarlífeyrissparnaði þar að auki.Ég hef séð fólk stytta endurgreiðslutíma húsnæðislána úr 30-40 árum í 5-10 ár með þessari aðferð. Hún virkar og getur stórbætt fjárhagsstöðu fólks. Þegar þið eruð orðin skuldlaus, með góðan lífeyri og heilmikinn afgang um hver mánaðarmót eru ykkur allir vegir færir. Þið fagnið skuldleysinu duglega (og látið mig endilega vita!), en þá tekur næsta skref við. Hvað skal gera við allan þennan afgang? Notið þið hann til að leyfa ykkur veglegri lífsstíl, stækka við ykkur eða byggja upp með vel skipulögðum fjárfestingum? Hugsaðu þér hve skemmtileg sú umræða verður. Allt getur þetta hafist á því að þið setjist í sameiningu yfir þessi mál og skipuleggið ykkur. Þar sem þið hafið þegar tekið til í fjármálum ykkar eruð þið langleiðina komin með þetta og nú er bara að sigla þessu skemmtilega verkefni í höfn. Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Sæll Björn. Ég og konan mín erum nýlega búin að taka til í fjármálum heimilisins og náum að leggja til hliðar ágætis summu í hverjum mánuði. Við erum hinsvegar ekki viss hvort við eigum greiða niður hin ýmsu lán, fjárfesta í hlutabréfum/sjóðum, láta peninginn ávaxtast inná reikningi eða gera allt í senn. Hvað er best að gera þegar til lengri tíma er litið? Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Til hamingju með að hafa tekið til í fjármálum heimilisins og vera farinn að geta lagt fyrir í hverjum mánuði. Þar sem þú nefndir að þið skuldið hin ýmsu lán ímynda ég mér að þið hafið þarna heldur betur snúið við blaðinu, sem eru frábærar fréttir. Það er einmitt gott að staldra við þegar við erum farin að stefna í rétta átt og vanda sig við að forgangsraða notkun þessa nýja svigrúms. Á þessum vettvangi þarf ég að svara með nokkrum almennum hætti, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvaða lán þetta eru, hve mikill afgangurinn er og hvaða sparnað þið eigið, þ.m.t. lífeyri. Almennt talið og án nánari upplýsinga myndi ég þó nálgast verkefnið með þessum hætti: Taktu fyrst frá þokkalega fjárhæð sem þú hyggst geyma í neyðarsjóði. Hve há fjárhæðin þarf að vera er misjafnt en endilega lestu svör mín við spurningu um neyðarsjóð hér á Vísi. Ég ætla að gefa mér að í tiltekt á heimilisfjármálum ykkar felist að þið haldið heimilisbókhald. Gakktu úr skugga um að í því sé gert ráð fyrir nauðsynlegum sparnaði, til skemmri og lengri tíma og hann sé gerður sjálfvirkur, í appi eða netbanka. Það gæti sem dæmi verið mánaðarlegur sparnaður fyrir jólaútgjöldum, ferðalögum, viðhaldi á húsnæði og bílakaupum. Mundu að hafa slíkan sparnað á aðskyldum bankabókum sem þú nefnir viðeigandi nöfnum. Líttu á þann sparnað og þær fjárfestingar sem þið stundið nú þegar með greiðslum í lífeyrissjóð og viðbótarlífeyrissparnað. Það er ykkar að velja hentuga ávöxtunarleið í þeim tegundum séreignarsparnaðar (m.a. viðbótarlífeyris) sem þið greiðið í. Veljið ykkur þar leiðir sem henta ykkar markmiðum, svo sem hvort þið sækist í sem mesta ávöxtun til langs tíma, sem minnstar sveiflur eða hyggist greiða mánaðarlega inn á húsnæðislánið ykkar. Ef þið megið velja ykkur lífeyrissjóð skuluð þið velta vandlega fyrir ykkur hvaða sjóður hentar ykkur í dag. Ef þið megið ekki velja metið þið hvort þið viljið safna tilgreindri séreign sem hluta ykkar lífeyris. Nú kemur að skuldunum. Ef þær eru nokkrar, eins og þú nefnir, getur reynst afar hvetjandi að ráðast fyrst, af fullum þunga, í að greiða niður minnsta lánið. Þú greiðir það sem nauðsynlegt er af öðrum lánum, en afgangurinn fer allur í að greiða litla lánið upp að fullu. Þegar það er farið bætir þú greiðslubyrði litla lánsins við þá fjárhæð sem þú notaðir til að greiða það niður og ræðst að enn meiri þunga á næst minnsta lánið. Svona eykst hraðinn á niðurgreiðslu lána þar til öll lán önnur en húsnæðislánið eru farin. Þessi aðferð kallast snjóboltaaðferðin. Hún hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið og greiða skuldir hratt niður.Þegar aðeins húsnæðislánið er eftir ættir þú að finna fyrir heilmiklum mun í fjármálum heimilisins. Engin önnur greiðslubyrði er til staðar, en nú megið þið ekki slaka á. Þið hafið haldið hreinu hingað til í leiknum en eruð komin í dauðafæri. Nú einbeitið þið ykkur að húsnæðisláninu. Það getur krafist endurfjármögnunar eða skilmálabreytingar en nú skuluð þið stilla upp hentugu láni með tilliti til lánskjara og niðurgreiðslu. Þið eruð ekki að leita að lægstu greiðslubyrðinni heldur þvert á móti sem þyngstri. Láttu greiðslugetu þína stýra láninu, hvað svo sem greiðsluseðillinn segir. Ef þú getur greitt meira en beðið er um bætir þú við viðbótargreiðslu og viðbótarlífeyrissparnaði þar að auki.Ég hef séð fólk stytta endurgreiðslutíma húsnæðislána úr 30-40 árum í 5-10 ár með þessari aðferð. Hún virkar og getur stórbætt fjárhagsstöðu fólks. Þegar þið eruð orðin skuldlaus, með góðan lífeyri og heilmikinn afgang um hver mánaðarmót eru ykkur allir vegir færir. Þið fagnið skuldleysinu duglega (og látið mig endilega vita!), en þá tekur næsta skref við. Hvað skal gera við allan þennan afgang? Notið þið hann til að leyfa ykkur veglegri lífsstíl, stækka við ykkur eða byggja upp með vel skipulögðum fjárfestingum? Hugsaðu þér hve skemmtileg sú umræða verður. Allt getur þetta hafist á því að þið setjist í sameiningu yfir þessi mál og skipuleggið ykkur. Þar sem þið hafið þegar tekið til í fjármálum ykkar eruð þið langleiðina komin með þetta og nú er bara að sigla þessu skemmtilega verkefni í höfn.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis í sumar. Þar gefst lesendum kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Fjármál heimilisins Fjármálin með Birni Berg Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent