Baneitruð ástarbréf Björn Ingi Hrafnsson skrifar 14. janúar 2009 00:01 Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast: „Svo virðist sem langstærstur hluti lánakrafna Seðlabanka Íslands í endurhverfum viðskiptum við banka og fjármálastofnanir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans eftir í gömlu félögunum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Gríðarlegar kröfur hvíla aukinheldur á öðrum fjármálastofnunum, einkum þó Icebank - nýja Sparisjóðabankanum - vegna samskonar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Heimildir Fréttablaðsins herma að þær nemi vart undir 150 milljörðum króna, eða fimmtánföldu eiginfé Icebank. Samanlagt tap Seðlabankans og þar með íslenska ríkisins vegna þessara viðskipta gæti því numið um 300 til 350 milljörðum króna." Í fréttinni kom jafnframt fram, að gríðarlegt útlánatap Seðlabankans af þessum sökum veikti mjög fjárhagslega stöðu hans og Alþingi þyrfti jafnvel að leggja honum til umtalsvert nýtt fé á næstunni. Eigið fé Seðlabankans var í árslok 2007 um 91 milljarður króna. Seðlabankinn brást við frétt blaðsins með yfirlýsingu 21. október þar sem sagði að bankinn leitaðist, eins og aðrir seðlabankar, við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja með fyrirgreiðslu sinni í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefði yfir heiminn. „Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu," sagði enn fremur í yfirlýsingunni. Þetta er fróðlegt að rifja upp nú þegar fréttir berast af því að samkomulag hafði náðst í fyrradag um framsal krafna Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs. Í stuttri tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem sannarlega lætur ekki mikið yfir sér, segir: „Á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2008 sem samþykkt var á Alþingi 22. desember sl. var í dag gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands framselji ríkissjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður 270 milljarða króna með verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent ársvöxtum." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Seðlabankinn hefur metið það svo að kröfur hans á hendur fjármálafyrirtækjunum vegna þessara veðlána séu verðlausar að mestu ef ekki öllu leyti. Jafnframt að hann yrði að ganga mjög hart fram í að reyna að innheimta það sem hann gæti af þessu kröfum og keyra þá væntanlega flest þau fjármálafyrirtæki sem eru enn uppistandandi í þrot. Þess vegna er farin sú leið að fjármálaráðuneytið yfirtaki kröfurnar, því það hefur frjálsari hendur um samninga og afskriftir en Seðlabankinn. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa máls. Mun fjármálaráðuneytið láta sverfa til stáls gegn fjármálafyrirtækjum sem það á kröfur á? Verður farið út í hreinar og beinar afskriftir gegn þessum tilteknu fyrirtækjum? Ef svo er, er þá ekki komið fordæmi um skuldaniðurfellingu og afskriftir fyrir önnur fyrirtæki í landinu sem glíma nú við gríðarlega skuldsetningu og algjöran skort á hvers konar lánsfjármagni? Það er of ódýr leið að gagnrýna banka og fjármálastofnanir fyrir að hafa nýtt sér aðgang að „ástarbréfum" Seðlabankans með þessum hætti. Auðvitað nýttu menn sér aðgang að fjármagni, úr því hann var í boði. Jafnljóst er að Seðlabankinn verður ekki einn dreginn til ábyrgðar, því hann var vitaskuld að reyna eftir fremsta megni að sinna hlutverki sínu sem banki bankanna og var, ef eitthvað er, harkalega gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu rösklega fram í þeim efnum. En þegar allt er tekið saman, fer auðvitað ekki milli mála að ástarbréfin reyndust eitruð blanda þegar upp var staðið. Allir aðilar málsins bera þar mikla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast: „Svo virðist sem langstærstur hluti lánakrafna Seðlabanka Íslands í endurhverfum viðskiptum við banka og fjármálastofnanir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans eftir í gömlu félögunum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Gríðarlegar kröfur hvíla aukinheldur á öðrum fjármálastofnunum, einkum þó Icebank - nýja Sparisjóðabankanum - vegna samskonar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Heimildir Fréttablaðsins herma að þær nemi vart undir 150 milljörðum króna, eða fimmtánföldu eiginfé Icebank. Samanlagt tap Seðlabankans og þar með íslenska ríkisins vegna þessara viðskipta gæti því numið um 300 til 350 milljörðum króna." Í fréttinni kom jafnframt fram, að gríðarlegt útlánatap Seðlabankans af þessum sökum veikti mjög fjárhagslega stöðu hans og Alþingi þyrfti jafnvel að leggja honum til umtalsvert nýtt fé á næstunni. Eigið fé Seðlabankans var í árslok 2007 um 91 milljarður króna. Seðlabankinn brást við frétt blaðsins með yfirlýsingu 21. október þar sem sagði að bankinn leitaðist, eins og aðrir seðlabankar, við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja með fyrirgreiðslu sinni í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefði yfir heiminn. „Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu," sagði enn fremur í yfirlýsingunni. Þetta er fróðlegt að rifja upp nú þegar fréttir berast af því að samkomulag hafði náðst í fyrradag um framsal krafna Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs. Í stuttri tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem sannarlega lætur ekki mikið yfir sér, segir: „Á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2008 sem samþykkt var á Alþingi 22. desember sl. var í dag gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands framselji ríkissjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður 270 milljarða króna með verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent ársvöxtum." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Seðlabankinn hefur metið það svo að kröfur hans á hendur fjármálafyrirtækjunum vegna þessara veðlána séu verðlausar að mestu ef ekki öllu leyti. Jafnframt að hann yrði að ganga mjög hart fram í að reyna að innheimta það sem hann gæti af þessu kröfum og keyra þá væntanlega flest þau fjármálafyrirtæki sem eru enn uppistandandi í þrot. Þess vegna er farin sú leið að fjármálaráðuneytið yfirtaki kröfurnar, því það hefur frjálsari hendur um samninga og afskriftir en Seðlabankinn. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa máls. Mun fjármálaráðuneytið láta sverfa til stáls gegn fjármálafyrirtækjum sem það á kröfur á? Verður farið út í hreinar og beinar afskriftir gegn þessum tilteknu fyrirtækjum? Ef svo er, er þá ekki komið fordæmi um skuldaniðurfellingu og afskriftir fyrir önnur fyrirtæki í landinu sem glíma nú við gríðarlega skuldsetningu og algjöran skort á hvers konar lánsfjármagni? Það er of ódýr leið að gagnrýna banka og fjármálastofnanir fyrir að hafa nýtt sér aðgang að „ástarbréfum" Seðlabankans með þessum hætti. Auðvitað nýttu menn sér aðgang að fjármagni, úr því hann var í boði. Jafnljóst er að Seðlabankinn verður ekki einn dreginn til ábyrgðar, því hann var vitaskuld að reyna eftir fremsta megni að sinna hlutverki sínu sem banki bankanna og var, ef eitthvað er, harkalega gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu rösklega fram í þeim efnum. En þegar allt er tekið saman, fer auðvitað ekki milli mála að ástarbréfin reyndust eitruð blanda þegar upp var staðið. Allir aðilar málsins bera þar mikla ábyrgð.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun