Að leggja sitt af mörkum Steingrímur j. sigfússon skrifar 7. október 2009 06:00 Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar