Þöggunarhugsun Ögmundar Þorsteinn Pálsson skrifar 24. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra skrifaði mánudagsgrein hér í blaðið undir fyrirsögninni: Þöggunarkrafa Þorsteins. Þar var vísað til þeirra ummæla minna að ráðherrann tali enn gegn samstarfssamningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég dró þá ályktun af þessari staðreynd að hún væri veikleikamerki fyrir ríkisstjórnina. Ráðherrann telur að í því mati felist krafa um þöggun. Núverandi ríkisstjórn kaus að halda áfram því samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn ákvað. Nýir flokkar í ríkisstjórn þurfa oft að miðla málum og kyngja hlutum sem þeir hafa áður verið andvígir. Ég gagnrýndi ekki flokk ráðherrans fyrir þá ákvörðun, þó að hún hafi verið stærri biti í háls en spurnir eru af við líkar aðstæður. Enginn þarf að skammast sín fyrir að skipta um skoðun þegar meiri hagsmunir krefjast þess eins og einatt er við ríkisstjórnarmyndanir. Hitt er veikleikamerki að gera hvort tveggja í senn að sitja í ríkisstjórn og tala gegn grundvelli stefnu hennar í efnahags- og ríkisfjármálum. Ég andmælti hins vegar ekki rétti heilbrigðisráðherrans til þess. Vegna ásakana ráðherrans um þöggunarkröfu af minni hálfu er rétt að hafa í huga að ég hef enga hagsmuni af því að þagga niður umræðu um þennan ágreining. En heilbrigðisráðherrann getur ekki með rökum andmælt því að áframhaldandi andstaða hans við Alþjóðagjaldeyrissjóðssamvinnuna rýrir trúverðugleika fjármálaráðherrans sem dag hvern þarf að halda uppi vörnum fyrir hana. Andstaðan er líka til þess fallin að draga úr trú manna á að nægjanleg samstaða sé í ríkisstjórninni til þess að fullnægja kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum þegar til lengdar lætur. Vel má vera að ráðherrann telji þetta nauðsynlegt lýðræðisins vegna. Í því felst hins vegar engin ný lýðræðishugsun, heldur pólitískur veruleiki sem oft hefur verið uppi í ríkisstjórnum sem ekki eru einhuga. Ályktun mín um að þetta sé dæmi um veikleika standur því óhögguð. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun