Sex lönd sýna leit á Drekasvæðinu áhuga 25. febrúar 2009 00:01 Kristinn Einarsson Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká
Markaðir Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira