Sex lönd sýna leit á Drekasvæðinu áhuga 25. febrúar 2009 00:01 Kristinn Einarsson Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká
Markaðir Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira