Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi 18. apríl 2008 14:45 Árni Tryggvason „Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“ Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“
Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira