Stýrivextirnir í höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 29. október 2008 06:00 Seðlabanki Íslands Óvænt stýrivaxtahækkun Davíð Oddsson Eiríkur Guðnason Ingimundur Friðrikss Arnór. @Mark.Meginmál Upphafsstafur:Þessi ákvörðun er byggð á samkomulagi sem áður hafði verið gert milli ríkisstjórnar og Alþjóðagjalderysissjóðsins," sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri er tilkynnt var um sex prósenta stýrivaxtahækkun í gær. Stýrivextir bankans eru nú átján prósent, þeir hæstu í heimi. Fyrst lækkun svo ...Stýrivextir voru um langt skeið fimmtán og hálft prósent. Á dögunum, fyrir tæpum hálfum mánuði, voru vextirnir lækkaðir um þrjú og hálft prósent. Þeir voru því tólf prósent um skeið. Þetta rökstuddi Seðlabankinn á sínum tíma og telur nú að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Sá rökstuðningur stendur," sagði Davíð. Og um hvort sú lækkun hefði verið mistök, sagði Davíð: „Það tel ég ekki vera." Nú vísar Seðlabankinn til Alþjóðagjaldeyrisjóðsins um „fast aðhaldsstig í vöxtum". Davíð sagði, spurður um hvort menn í Seðlabankanum væru sammála ákvörðuninni nú, að bankinn myndi, vegna samkomulags ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, „fylgja þeirri ákvörðun fram af þunga". Engin vísindiÞegar spurt var um hvers vegna átján prósent voru valin var svarið að engin vísindi væru þar að baki. „Þetta er byggt á mati. Auðvitað hafa menn spár til hliðsjónar en talan er á endanum byggð á mati," sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans. Trúnaður um gengismarkmiðDavíð var á stýrivaxtafundinum spurður um hvaða gengismarkmiðum væri stefnt að með þessum aðgerðum. „Við getum ekki upplýst neitt um markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu eða neinu umfram það sem hér hefur verið sagt. Okkur var nauðsynlegt að upplýsa um þetta atriði [stýrivextina]. Um önnur atriði getum við ekki upplýst. Við erum bundnir sama trúnaði og aðrir. Við höfum jafnframt sagt að um þessar mundir er krónan, að svo miklu leyti sem hún er skráð, allt of lágt skráð. Það standa allar væntingar til þess að bara af þeim ástæðum einum, að hún er allt of lágt skráð, hvernig sem á það er litið, þá muni hún styrkjast. Einnig er á því vakin athygli að með þessum aðgerðum og öðrum eins og öflugri gjaldeyrisvarasjóði hér í bankanum, sem á að vinna að hér í bankanum, að gengi krónunnar muni styrkjast. Þegar Davíð var inntur eftir frekari skýringum sagði hann: „Það liggur fyrir það markmið að krónan skuli styrkjast," og bætti því við að Seðlabankinn ynni ekki eftir gengismarkmiði. Hvenær fer krónan á flot?Ákveðið hefur verið að reyna enn við fljótandi gengi krónunnar. Óvíst er hins vegar hvenær þetta verður. Ætla má að um 300 milljarðar króna séu bundnar í svonefndum jöklabréfum og jafnvel meira í innstæðu- og húsnæðisbréfum. Davíð sagði menn vænta þess að „gjaldeyrisforðastyrkur" bæði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og önnur viðbót, auk annars, svosem lág skráning krónunnar „að allt þetta muni leiða til þess að sá vilji sem kunni að blunda hjá stórum aðilum, að hverfa hratt frá krónunni, og yfir í aðra gjaldmiðla, og svo þegar menn horfa á breytingu á viðskiptahalla og annað þess háttar, þá munu margir kannski sjá sér hag í því, enda skynsemin gengur í þá átt, að taka þetta rólega og hinkra og leitast við að leysa sínar stöður úr læðingi þegar það er hagfelldara fyrir viðkomandi, þegar krónan hefur styrkst og menn fá þess vegna meira fyrir krónurnar sem þeir ætluðu að hverfa með frá landinu," sagði Davíð. Þetta gangi út á traust sem menn reyni að skapa hér. Þegar traust myndast og stuðningur eflist, „munum við smám saman hverfa frá þeim hömlum sem við höfum haft varðandi gjaldeyrisskiptin enda er það svo að það er afar þýðingarmikið fyrir gengi íslensks viðskiptalífs," sagði Davíð. Ætla menn út úr krónunni?Markaðnum er sagt að menn ætli að selja allar sínar krónur þegar opnað verður fyrir gjaldeyrisviðskipti. Davíð var spurður hvort rætt hefði verið við slíka aðila. „Bankastjórnin hefur ekki átt formlegar viðræður við slíka aðila, en leitast við að skapa aðilum ákveðna öryggiskennd gagnvart sínum krónum, bæði með innistæðum bréfum reikninga í bankanum og fleira, aðgerðir sem við myndum ekki gera að öðru jöfnu, en eru til þess fallnar að skapa ró með mönnum," sagði Davíð og sagði menn gera ráð fyrir því að þeir sem hefðu „leitað skjóls hjá okkur með fjármuni sína hjá okkur um hríð," geri það áfram. Efasemdir um traustið„Ég tel ekki að sex prósenta hækkun geri krónuna girnilegri," er haft eftir Henrik Gullberg, sérfræðingur hjá Deutsche Bank í Lundúnum, í samtali við Bloomberg. Það eina sem geti bjargað krónunni er að fjárfestar verði aftur viljugir til að taka áhættu með krónuna, „en það eru engin merki um að það gerist á næstunni." Fram kemur í frétt um vaxtahækkunina á vef breska ríkisútvarpsins að í viðskiptum með krónuna utan Íslands hefði evran farið upp í 240 íslenskar krónur. Hjá Seðlabankanum er hún hins vegar skráð á 152 krónur. Fram kemur í umræðum á fjármálablogginu Clusterstock að menn hafa litla trú á þessari aðgerð. Krónunni sem þegar hafi fallið um 70 prósent á árinu verði varla bjargað þótt vextir séu svona háir. Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
@Mark.Meginmál Upphafsstafur:Þessi ákvörðun er byggð á samkomulagi sem áður hafði verið gert milli ríkisstjórnar og Alþjóðagjalderysissjóðsins," sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri er tilkynnt var um sex prósenta stýrivaxtahækkun í gær. Stýrivextir bankans eru nú átján prósent, þeir hæstu í heimi. Fyrst lækkun svo ...Stýrivextir voru um langt skeið fimmtán og hálft prósent. Á dögunum, fyrir tæpum hálfum mánuði, voru vextirnir lækkaðir um þrjú og hálft prósent. Þeir voru því tólf prósent um skeið. Þetta rökstuddi Seðlabankinn á sínum tíma og telur nú að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Sá rökstuðningur stendur," sagði Davíð. Og um hvort sú lækkun hefði verið mistök, sagði Davíð: „Það tel ég ekki vera." Nú vísar Seðlabankinn til Alþjóðagjaldeyrisjóðsins um „fast aðhaldsstig í vöxtum". Davíð sagði, spurður um hvort menn í Seðlabankanum væru sammála ákvörðuninni nú, að bankinn myndi, vegna samkomulags ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, „fylgja þeirri ákvörðun fram af þunga". Engin vísindiÞegar spurt var um hvers vegna átján prósent voru valin var svarið að engin vísindi væru þar að baki. „Þetta er byggt á mati. Auðvitað hafa menn spár til hliðsjónar en talan er á endanum byggð á mati," sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans. Trúnaður um gengismarkmiðDavíð var á stýrivaxtafundinum spurður um hvaða gengismarkmiðum væri stefnt að með þessum aðgerðum. „Við getum ekki upplýst neitt um markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í einu eða neinu umfram það sem hér hefur verið sagt. Okkur var nauðsynlegt að upplýsa um þetta atriði [stýrivextina]. Um önnur atriði getum við ekki upplýst. Við erum bundnir sama trúnaði og aðrir. Við höfum jafnframt sagt að um þessar mundir er krónan, að svo miklu leyti sem hún er skráð, allt of lágt skráð. Það standa allar væntingar til þess að bara af þeim ástæðum einum, að hún er allt of lágt skráð, hvernig sem á það er litið, þá muni hún styrkjast. Einnig er á því vakin athygli að með þessum aðgerðum og öðrum eins og öflugri gjaldeyrisvarasjóði hér í bankanum, sem á að vinna að hér í bankanum, að gengi krónunnar muni styrkjast. Þegar Davíð var inntur eftir frekari skýringum sagði hann: „Það liggur fyrir það markmið að krónan skuli styrkjast," og bætti því við að Seðlabankinn ynni ekki eftir gengismarkmiði. Hvenær fer krónan á flot?Ákveðið hefur verið að reyna enn við fljótandi gengi krónunnar. Óvíst er hins vegar hvenær þetta verður. Ætla má að um 300 milljarðar króna séu bundnar í svonefndum jöklabréfum og jafnvel meira í innstæðu- og húsnæðisbréfum. Davíð sagði menn vænta þess að „gjaldeyrisforðastyrkur" bæði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og önnur viðbót, auk annars, svosem lág skráning krónunnar „að allt þetta muni leiða til þess að sá vilji sem kunni að blunda hjá stórum aðilum, að hverfa hratt frá krónunni, og yfir í aðra gjaldmiðla, og svo þegar menn horfa á breytingu á viðskiptahalla og annað þess háttar, þá munu margir kannski sjá sér hag í því, enda skynsemin gengur í þá átt, að taka þetta rólega og hinkra og leitast við að leysa sínar stöður úr læðingi þegar það er hagfelldara fyrir viðkomandi, þegar krónan hefur styrkst og menn fá þess vegna meira fyrir krónurnar sem þeir ætluðu að hverfa með frá landinu," sagði Davíð. Þetta gangi út á traust sem menn reyni að skapa hér. Þegar traust myndast og stuðningur eflist, „munum við smám saman hverfa frá þeim hömlum sem við höfum haft varðandi gjaldeyrisskiptin enda er það svo að það er afar þýðingarmikið fyrir gengi íslensks viðskiptalífs," sagði Davíð. Ætla menn út úr krónunni?Markaðnum er sagt að menn ætli að selja allar sínar krónur þegar opnað verður fyrir gjaldeyrisviðskipti. Davíð var spurður hvort rætt hefði verið við slíka aðila. „Bankastjórnin hefur ekki átt formlegar viðræður við slíka aðila, en leitast við að skapa aðilum ákveðna öryggiskennd gagnvart sínum krónum, bæði með innistæðum bréfum reikninga í bankanum og fleira, aðgerðir sem við myndum ekki gera að öðru jöfnu, en eru til þess fallnar að skapa ró með mönnum," sagði Davíð og sagði menn gera ráð fyrir því að þeir sem hefðu „leitað skjóls hjá okkur með fjármuni sína hjá okkur um hríð," geri það áfram. Efasemdir um traustið„Ég tel ekki að sex prósenta hækkun geri krónuna girnilegri," er haft eftir Henrik Gullberg, sérfræðingur hjá Deutsche Bank í Lundúnum, í samtali við Bloomberg. Það eina sem geti bjargað krónunni er að fjárfestar verði aftur viljugir til að taka áhættu með krónuna, „en það eru engin merki um að það gerist á næstunni." Fram kemur í frétt um vaxtahækkunina á vef breska ríkisútvarpsins að í viðskiptum með krónuna utan Íslands hefði evran farið upp í 240 íslenskar krónur. Hjá Seðlabankanum er hún hins vegar skráð á 152 krónur. Fram kemur í umræðum á fjármálablogginu Clusterstock að menn hafa litla trú á þessari aðgerð. Krónunni sem þegar hafi fallið um 70 prósent á árinu verði varla bjargað þótt vextir séu svona háir.
Undir smásjánni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira