Andrés Önd og peningastefnan 11. júní 2008 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræðikennslu. MARKAÐURINN/GVA Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/.
Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira