Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast 13. mars 2008 18:45 Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira