Mótmæla fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ 19. janúar 2008 13:23 Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær. Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Áætlanir um byggingu fjölbýlishúss við Vallargötu í Reykjanesbæ mættu mótstöðu á kynningarfundi sem haldinn var fyrir íbúa í nágrenninu í fyrradag. Frá þessu segir í Víkurfréttum. Húsið á að rísa á lóðinni handan við bílastæðið aftan við Sparisjóðshúsið á Tjarnargötu innan reitsins sem afmarkast af Vallargötu, Klapparstíg Kirkjuvegi og Aðalgötu. Það verður þrjár til fimm hæðir og 10,5 til 16,5 m á hæð og inniheldur allt að 63 íbúðum með bílastæðahús í kjallara og verður um að ræða íbúðir sem seldar verða á almennum markaði. Tvö hús sem nú standa myndu víkja fyrir framkvæmdunum, en það eru húsin að Vallargötu 7 og 9. Ekki er hægt að segja annað en að íbúar sem mættu á fundinn hafi látið óánægju sína í ljós því þeir töldu að með fyrirhugaðri byggingu myndu sum hús lenda í skugganum af henni og aðrir höfðu áhyggjur af skertu útsýni með tilkomu þess. Aukinheldur var rætt um áhrif á heildarmynd hverfisins og aukna umferð með fjölgun íbúa. Fulltrúar Kaldalóns ehf., sem hefur veg og vanda að verkinu, voru fyrir svörum og sögðu undirbúning að verkefninu hafa staðið yfir frá árinu 2005. Hann lagði áherslu á að þetta væru áætlanir sem enn væru ekki farnar í auglýsingaferli og íbúar í nágrenninu gætu sent athugasemdir til bæjarins. Þeir bentu á að þó hægt væri að gera aðfinnslur við bygginguna væru einnig miklir kostir sem fylgdu henni, eins og glæsilegur garður á milli nýja hússins og fjölbýlishússins að Kirkjuvegi 10-14. Stærð hússins væri í samræmi við margar nýlegar byggingar í nágrenninu og miðaði vel að þeirri stefnu að þétta eigi byggð miðsvæðis í bænum. Áætlanirnar fara í auglýsingu hjá skipulagsyfirvöldum innan tíðar og eftir það gefst íbúum færi á að gera formlegar athugasemdir við þær.
Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira