Listir og fjármál mætast í sýningarsalnum 25. júní 2008 00:01 Mikael Ericson Forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie segir fjármálaheiminn einkar viðkvæman um þessar mundir en telur útlit fyrir að sjást muni til sólar síðar á árinu. markaðurinn/valli Listasöfn og sýningar eru tilvalinn vettvangur fyrir fólk til að hittast og ræða málin," segir Mikael Ericson, forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Hann bendir á að fjármálaheimurinn hafi lengi stutt við bakið á listamönnum með einum eða öðrum hætti. Tíminn er talinn í öldum fremur en árum. „Þeir sem hafa áhuga á fjárfestingum hafa oft auga fyrir og áhuga á listum líka. Þeir koma fljótt auga á verðmætin," segir hann. Bankinn stofnaði til verðlauna- og farandsýningarinnar Carnegie Art Award fyrir áratug og hefur síðan þá kynnt til sögunnar, stutt vel við bakið á og sýnt verk eftir 142 norræna listamenn úr ýmsum afkimum myndlistargeirans. Þar á meðal eru tuttugu Íslendingar. Skemmst er að minnast þess að myndlistarmennirnir Eggert Pétursson og Hreinn Friðfinnsson hafa báðir hlotið önnur verðlaun á sýningunni. Tveir Íslendingar sýna verk sín nú. Það eru þau Þór Vigfússon og Þórdís Aðalsteinsdóttir. Carnegie Art Award-sýningunni hefur vaxið fiskur um hrygg í þau tíu ár sem hún hefur verið haldin og er hún í dag einn af mikilsverðustu atburðum listaheimsins á Norðurlöndunum. Reynslubolti í bankaheimiMikael Ericson er hæstánægður með sýninguna. Gott ef hann hefur ekki sjálfur tekið lit. Júnísólin stendur hátt á lofti og silast hægt í vesturátt. Hiti er nokkuð yfir meðallagi. Himinninn er blár, heiðskír og tær. Flugvél bætir hvítri línu við verkið.Við sitjum í svalanum inni á Gerðarsafni innan um málverk og aðra nútímalist. Úr sýningarsalnum að ofan berast raddir og tónar úr þeramíni. Andrúmsloftið fær á sig einkennilegan blæ.tarfsfólk Carnegie og Gerðarsafns er á þönum enda í þann mund að opna sýninguna eftir flakk hennar frá Kiama-nútímalistasafninu í Helsinki í Finnlandi og Ósló. Hingað er hún komin frá kóngsins Kaupmannahöfn. Ericson er sjálfur nýlentur og volgur ennþá, er tiltölulega nýtekinn við forstjórastólnum hjá Carnegie. Ericson var í raun ráðinn í byrjun árs en tók ekki við skútunni fyrr en fyrir einum og hálfum mánuði. Forveri hans hafði setið frá því seint á síðasta ári eftir að sænska fjármálaeftirlitið mæltist til þess að stjórninni yrði skipt út fyrir nýja í kjölfar hneykslismála sem skóku bankann. Forstjóranum var sömuleiðis skipt út fyrir annan.Spurður um málið hristir forstjórinn höfuðið létt og lætur fingur leika um farsímann - nýlegan síma frá Sony Ericsson. Hann svíkur ekki lit. Mikael Ericson var aðstoðarforstjóri Handelsbanken þegar kallið kom frá Carnegie. Að því er Ericson segir sjálfur steig hann fyrstu skrefin í fjármálaheiminum í sænska fjármálaráðuneytinu fyrir tuttugu árum. Þar var hann í aðeins eitt ár áður en hann steig inn fyrir dyr Carnegie. Hann var í sex ár hjá sænska fjárfestingabankanum en fór þaðan til Handelsbanken. Í raun má segja að forstjórinn sé kominn aftur á kunnuglegar slóðir. listhneigðir fjárfestarCarnegie-bankinn var stofnaður árið 1803 og fagnar því 205 ára afmæli um þessar mundir. Þótt Skoti, sem nefndi bankann eftir sjálfum sér, hafi stofnað hann hefur bankinn frá upphafi verið rótfastur á Norðurlöndunum. „Það var þess vegna mjög auðsótt mál fyrir bankann að tengjast norrænum listaheimi," segir Ericson. Hann bendir sömuleiðis á að margir af viðskiptavinum bankans séu afar áhugasamir um listir, ekki síst nútímalist. „Það var því eðlilegt að við snerum okkur að listaheimi Norðurlanda," segir forstjórinn. Hann bætir við að vettvangur lista geti verið mjög skapandi. Á sýningu sem þessari gefist tækifæri til að hittast og ræða málin. „Það getur skilað góðum árangri," bendir Ericson á.Fimm hundruð gestir voru væntanlegir við opnun sýningarinnar hér. Bankinn greiðir allt umstang við verðlaunasýningarnar, gefur út hnausþykka bók um verkin, listamennina og tilheyrandi. Hræðilegur óróiAðspurður um yfirstandandi erfiðleika á fjármálamörkuðum segir Ericson þetta hræðilegan tíma. „En þetta er bara svona - það er hart í ári," segir hann og bendir á að niðursveiflan og erfiðleikarnir nú séu öðruvísi en fyrri kreppur. „Þetta er alþjóðleg sveifla í fjármálageiranum sem til lengri tíma getur haft áhrif á efnahag margra landa og fólks sem þar býr. Jafnvel í nokkurn tíma eftir að jafnvægi hefur náðst. Svona áföll hafa ekki dunið yfir áður í mæli sem þessum, svo ég viti til," segir hann.Ericson segir þetta nær einungis eiga við um lönd utan Norðurlandanna. Málið líti öðruvísi út innan þeirra, þótt flestir hafi verið snertir af vandræðunum í Vesturheimi.Hann bendir á bankakreppuna hér á landi á vordögum 2006 máli sínu til sönnunar. Í henni hafi íslensku bankarnir treyst stoðir sínar. „Þeir komu áreiðanlega betur búnir inn í kreppuna núna en hefðu áföllin ekki dunið yfir fyrir tveimur árum," segir hann. Með íslendinga við stjórnvölinnSjálfur hefur Carnegie ekki farið varhluta af vandræðum. Í fyrra urðu starfsmenn hans uppvísir að því að skrá verðmæti valréttarsamninga í eigu hans of hátt í tvö ár á undan. Við þetta urðu eignir ofmetnar og bókhald sýndi betri afkomu en raunin var.Niðurstaða sænska fjármálaeftirlitsins var á þá lund að eftirliti, stjórnun og áhættustýringu bankans væri ábótavant og var um tíma útlit fyrir að bankinn yrði sviptur starfsleyfi. Óvissa ríkti um framtíð bankans. Forstjórinn yfirgaf skútuna. Eftirmaður hans tók tímabundið við stýrinu þar til Mikael var kallaður til eftir áramótin.Mikael Ericson segir menn sína hafa lært mikið síðan þá. Hann bendir á að Carnegie sé ágætlega í sveit settur hvað lausafé og áhættudreifingu varðar. Helmingur af tekjum komi frá fjárfestingastarfsemi en afgangurinn frá eignastýringu og úr einkabankaþjónustu. Stefnt sé að því að bæta starfsemi tryggingafyrirtækisins Max Matthiessen, sem keypt var í mars í fyrra, undir stoðir fjárfestingabankans á næstunni „Ég er sérstaklega spenntur fyrir því enda mun það bæta bankann og dreifa áhættunni. Það gerir hann sterkari fyrir vikið," segir Ericson.Íslendingar hafa á tíðum sést í hluthafahópi Carnegie. Glitnir, Straumur og fleiri áttu um tíma hluti í bankanum en Milestone, í nafni sænska fjármálaþjónustufélagsins Moderna (áður Invik), festi kaup á tíu prósenta hlut í honum síðasta haust - á sama tíma og útlitið var sem svartast. Félagið hefur aukið við sig og situr nú á sautján af hundraði hlutabréfa. Anders Fällman, forstjóri Moderna, er stjórnarformaður fjárfestingabankans. Ericson nefnir þetta með bros á vör. Stígur varlega til jarðarEn aftur að óróleika á fjármálamörkuðum. Ericson segir erfitt að spá fyrir um framhaldið og veigrar sér við því að geta til um hvenær þessu ljúki. Útilokar samt ekki að það verði fljótlega, jafnvel með haustinu. „Það eru komin mýmörg tækifæri og líklega munum við sjá auknar yfirtökur og samruna fyrirtækja þá," segir hann og bendir á að fjármálaheimurinn sé afar viðkvæmur um þessar mundir. „Ég stíg sjálfur varlega til jarðar," segir forstjóri Carnegie. Undir smásjánni Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Listasöfn og sýningar eru tilvalinn vettvangur fyrir fólk til að hittast og ræða málin," segir Mikael Ericson, forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie. Hann bendir á að fjármálaheimurinn hafi lengi stutt við bakið á listamönnum með einum eða öðrum hætti. Tíminn er talinn í öldum fremur en árum. „Þeir sem hafa áhuga á fjárfestingum hafa oft auga fyrir og áhuga á listum líka. Þeir koma fljótt auga á verðmætin," segir hann. Bankinn stofnaði til verðlauna- og farandsýningarinnar Carnegie Art Award fyrir áratug og hefur síðan þá kynnt til sögunnar, stutt vel við bakið á og sýnt verk eftir 142 norræna listamenn úr ýmsum afkimum myndlistargeirans. Þar á meðal eru tuttugu Íslendingar. Skemmst er að minnast þess að myndlistarmennirnir Eggert Pétursson og Hreinn Friðfinnsson hafa báðir hlotið önnur verðlaun á sýningunni. Tveir Íslendingar sýna verk sín nú. Það eru þau Þór Vigfússon og Þórdís Aðalsteinsdóttir. Carnegie Art Award-sýningunni hefur vaxið fiskur um hrygg í þau tíu ár sem hún hefur verið haldin og er hún í dag einn af mikilsverðustu atburðum listaheimsins á Norðurlöndunum. Reynslubolti í bankaheimiMikael Ericson er hæstánægður með sýninguna. Gott ef hann hefur ekki sjálfur tekið lit. Júnísólin stendur hátt á lofti og silast hægt í vesturátt. Hiti er nokkuð yfir meðallagi. Himinninn er blár, heiðskír og tær. Flugvél bætir hvítri línu við verkið.Við sitjum í svalanum inni á Gerðarsafni innan um málverk og aðra nútímalist. Úr sýningarsalnum að ofan berast raddir og tónar úr þeramíni. Andrúmsloftið fær á sig einkennilegan blæ.tarfsfólk Carnegie og Gerðarsafns er á þönum enda í þann mund að opna sýninguna eftir flakk hennar frá Kiama-nútímalistasafninu í Helsinki í Finnlandi og Ósló. Hingað er hún komin frá kóngsins Kaupmannahöfn. Ericson er sjálfur nýlentur og volgur ennþá, er tiltölulega nýtekinn við forstjórastólnum hjá Carnegie. Ericson var í raun ráðinn í byrjun árs en tók ekki við skútunni fyrr en fyrir einum og hálfum mánuði. Forveri hans hafði setið frá því seint á síðasta ári eftir að sænska fjármálaeftirlitið mæltist til þess að stjórninni yrði skipt út fyrir nýja í kjölfar hneykslismála sem skóku bankann. Forstjóranum var sömuleiðis skipt út fyrir annan.Spurður um málið hristir forstjórinn höfuðið létt og lætur fingur leika um farsímann - nýlegan síma frá Sony Ericsson. Hann svíkur ekki lit. Mikael Ericson var aðstoðarforstjóri Handelsbanken þegar kallið kom frá Carnegie. Að því er Ericson segir sjálfur steig hann fyrstu skrefin í fjármálaheiminum í sænska fjármálaráðuneytinu fyrir tuttugu árum. Þar var hann í aðeins eitt ár áður en hann steig inn fyrir dyr Carnegie. Hann var í sex ár hjá sænska fjárfestingabankanum en fór þaðan til Handelsbanken. Í raun má segja að forstjórinn sé kominn aftur á kunnuglegar slóðir. listhneigðir fjárfestarCarnegie-bankinn var stofnaður árið 1803 og fagnar því 205 ára afmæli um þessar mundir. Þótt Skoti, sem nefndi bankann eftir sjálfum sér, hafi stofnað hann hefur bankinn frá upphafi verið rótfastur á Norðurlöndunum. „Það var þess vegna mjög auðsótt mál fyrir bankann að tengjast norrænum listaheimi," segir Ericson. Hann bendir sömuleiðis á að margir af viðskiptavinum bankans séu afar áhugasamir um listir, ekki síst nútímalist. „Það var því eðlilegt að við snerum okkur að listaheimi Norðurlanda," segir forstjórinn. Hann bætir við að vettvangur lista geti verið mjög skapandi. Á sýningu sem þessari gefist tækifæri til að hittast og ræða málin. „Það getur skilað góðum árangri," bendir Ericson á.Fimm hundruð gestir voru væntanlegir við opnun sýningarinnar hér. Bankinn greiðir allt umstang við verðlaunasýningarnar, gefur út hnausþykka bók um verkin, listamennina og tilheyrandi. Hræðilegur óróiAðspurður um yfirstandandi erfiðleika á fjármálamörkuðum segir Ericson þetta hræðilegan tíma. „En þetta er bara svona - það er hart í ári," segir hann og bendir á að niðursveiflan og erfiðleikarnir nú séu öðruvísi en fyrri kreppur. „Þetta er alþjóðleg sveifla í fjármálageiranum sem til lengri tíma getur haft áhrif á efnahag margra landa og fólks sem þar býr. Jafnvel í nokkurn tíma eftir að jafnvægi hefur náðst. Svona áföll hafa ekki dunið yfir áður í mæli sem þessum, svo ég viti til," segir hann.Ericson segir þetta nær einungis eiga við um lönd utan Norðurlandanna. Málið líti öðruvísi út innan þeirra, þótt flestir hafi verið snertir af vandræðunum í Vesturheimi.Hann bendir á bankakreppuna hér á landi á vordögum 2006 máli sínu til sönnunar. Í henni hafi íslensku bankarnir treyst stoðir sínar. „Þeir komu áreiðanlega betur búnir inn í kreppuna núna en hefðu áföllin ekki dunið yfir fyrir tveimur árum," segir hann. Með íslendinga við stjórnvölinnSjálfur hefur Carnegie ekki farið varhluta af vandræðum. Í fyrra urðu starfsmenn hans uppvísir að því að skrá verðmæti valréttarsamninga í eigu hans of hátt í tvö ár á undan. Við þetta urðu eignir ofmetnar og bókhald sýndi betri afkomu en raunin var.Niðurstaða sænska fjármálaeftirlitsins var á þá lund að eftirliti, stjórnun og áhættustýringu bankans væri ábótavant og var um tíma útlit fyrir að bankinn yrði sviptur starfsleyfi. Óvissa ríkti um framtíð bankans. Forstjórinn yfirgaf skútuna. Eftirmaður hans tók tímabundið við stýrinu þar til Mikael var kallaður til eftir áramótin.Mikael Ericson segir menn sína hafa lært mikið síðan þá. Hann bendir á að Carnegie sé ágætlega í sveit settur hvað lausafé og áhættudreifingu varðar. Helmingur af tekjum komi frá fjárfestingastarfsemi en afgangurinn frá eignastýringu og úr einkabankaþjónustu. Stefnt sé að því að bæta starfsemi tryggingafyrirtækisins Max Matthiessen, sem keypt var í mars í fyrra, undir stoðir fjárfestingabankans á næstunni „Ég er sérstaklega spenntur fyrir því enda mun það bæta bankann og dreifa áhættunni. Það gerir hann sterkari fyrir vikið," segir Ericson.Íslendingar hafa á tíðum sést í hluthafahópi Carnegie. Glitnir, Straumur og fleiri áttu um tíma hluti í bankanum en Milestone, í nafni sænska fjármálaþjónustufélagsins Moderna (áður Invik), festi kaup á tíu prósenta hlut í honum síðasta haust - á sama tíma og útlitið var sem svartast. Félagið hefur aukið við sig og situr nú á sautján af hundraði hlutabréfa. Anders Fällman, forstjóri Moderna, er stjórnarformaður fjárfestingabankans. Ericson nefnir þetta með bros á vör. Stígur varlega til jarðarEn aftur að óróleika á fjármálamörkuðum. Ericson segir erfitt að spá fyrir um framhaldið og veigrar sér við því að geta til um hvenær þessu ljúki. Útilokar samt ekki að það verði fljótlega, jafnvel með haustinu. „Það eru komin mýmörg tækifæri og líklega munum við sjá auknar yfirtökur og samruna fyrirtækja þá," segir hann og bendir á að fjármálaheimurinn sé afar viðkvæmur um þessar mundir. „Ég stíg sjálfur varlega til jarðar," segir forstjóri Carnegie.
Undir smásjánni Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira