Ár og dagar íslenskrar tónlistar Jakob Frímann Magnússon skrifar 11. desember 2008 06:00 Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk tónlist nýtur um þessar mundir meiri hylli hérlendis en áður hefur þekkst sé miðað við almenna útbreiðslu, flutning í útvarpi og sölu hljómdiska. Um þessar mundir er hlutfall íslenskra hljómplatna allt að 90% miðað við sölu- og vinsældalista. Fyrir áratug var það hlutfall einungis um 30%. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að hljómplötumarkaður í heild sinni hefur dregist verulega saman um heim allan. Það má m.a. rekja til þeirrar tæknibyltingar sem netvæðingin er og leitt hefur til endurgjaldslauss niðurhals, bæði á tónlist og kvikmyndum. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður við net- og símafyrirtæki víða um lönd sem vonandi megna að snúa vörn greinarinnar í sókn. Þó að íslenskir tónlistarmenn séu fæstir í álnum standa þeir óskaddaðir eftir 25 ár í útrás. Sumir fullyrða að tónlistin og menningin muni endurreisa og varðveita orðstír Íslendinga á alþjóðavettvangi. Íslenskir tónlistarmenn þurfa engan kinnroða að bera af framlagi sínu til samfélagsins. Þeir barma sér sjaldan þó æði þröngt sé flestum sniðinn bæði heimavistar- og útherjastakkurinn. Efnt verður til dagskrár í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 12.12. þennan 12. dag 12. mánaðar ársins og verður sú dagskrá tileinkuð minningu Rúnars Júlíussonar sem verður jarðsunginn kl. 14.00 þennan dag frá Keflavíkurkirkju. Þá verður Bjarkarlaufið afhent einstaklingi úr stétt fjölmiðlamanna fyrir auðsýnda ræktarsemi við íslenska tónlist. Bjarkarlaufsþegi síðasta árs var Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Kynningu á tilnefningum til ÍTV verður frestað fram yfir helgi af virðingu við hinn látna. Að lokinni klukkustundar dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum gefst fólki kostur á að safnast saman í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem tónlist Rúnars mun hljóma uns útförin hefst kl. 14.00, en henni verður varpað á risaskjá í kirkjunni. Höfundur er formaður FTT, Stefs og Samtóns.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar