Enn segir Guðni ósatt Hrannar Björn Arnarsson skrifar 31. maí 2008 00:01 umræðan Eldhúsdagsumræður Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru. Framsóknarmenn á þingi hafa líka hver af öðrum apað vitleysuna upp eftir formanninum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir hins vegar látið hjá líða að rökstyðja mál sitt enda mun það reynast þeim örðugt. Í tilefni af þessum síendurteknu ósönnu fullyrðingum er óhjákvæmilegt að undirstrika að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í lífeyrismálum hafa að sjálfsögðu verið í fullu samræmi við lög, fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið og staðreyndin er sú að aðgerðirnar ganga mun lengra en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna gáfu tilefni til. Milljarðar króna renna nú til lífeyrisþega umfram þær skuldbindingar sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um. Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar. Hvergi í umræddum yfirlýsingum ríkisstjórna frá 2002 eða 2006 er kveðið á um að lægstu bætur almannatrygginga eigi að fylgja hækkun dagvinnutryggingar. Ég skora á Guðna Ágústsson, eins og ég hef áður skorað á Bjarna Harðarson, að benda á staðreyndir svikabrigslum sínum til stuðnings eða biðjast afsökunar á stóryrðunum ella. Rangfærslur framsóknarmanna hagga ekki þeirri staðreynd að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja og á þeim skamma tíma sem Samfylkingin hefur farið með málefni lífeyrisþega. Heildarfjárhæð aukinna lífeyrisgreiðslna mun nema um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngildir það um það bil 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár. Á tólf ára valdatíma framsóknarmanna komust þeir ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
umræðan Eldhúsdagsumræður Í eldhúsdagsumræðunum fór Guðni Ágústsson mikinn að vanda. Ýmislegt í ræðunni var greinilega aðeins hugsað til skemmtunar en í ljósi raðfullyrðinga formannsins um að ríkisstjórnin hafi svikið aldraða í lífeyrismálum er óhjákvæmilegt að líta svo á að þar hafi Guðni verið að tala í fullri alvöru. Framsóknarmenn á þingi hafa líka hver af öðrum apað vitleysuna upp eftir formanninum. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafa þeir hins vegar látið hjá líða að rökstyðja mál sitt enda mun það reynast þeim örðugt. Í tilefni af þessum síendurteknu ósönnu fullyrðingum er óhjákvæmilegt að undirstrika að aðgerðir þessarar ríkisstjórnar í lífeyrismálum hafa að sjálfsögðu verið í fullu samræmi við lög, fullu samræmi við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið og staðreyndin er sú að aðgerðirnar ganga mun lengra en yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna gáfu tilefni til. Milljarðar króna renna nú til lífeyrisþega umfram þær skuldbindingar sem ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um. Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar. Hvergi í umræddum yfirlýsingum ríkisstjórna frá 2002 eða 2006 er kveðið á um að lægstu bætur almannatrygginga eigi að fylgja hækkun dagvinnutryggingar. Ég skora á Guðna Ágústsson, eins og ég hef áður skorað á Bjarna Harðarson, að benda á staðreyndir svikabrigslum sínum til stuðnings eða biðjast afsökunar á stóryrðunum ella. Rangfærslur framsóknarmanna hagga ekki þeirri staðreynd að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja og á þeim skamma tíma sem Samfylkingin hefur farið með málefni lífeyrisþega. Heildarfjárhæð aukinna lífeyrisgreiðslna mun nema um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngildir það um það bil 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár. Á tólf ára valdatíma framsóknarmanna komust þeir ekki með tærnar þar sem Samfylkingin hefur hælana í þessum efnum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar