Sparisjóðirnir eru kaupfélög nútímans 16. júlí 2008 00:01 Ásgeir Jónsson Lektor við Háskóla Íslands og forstöðumaður greiningar Kaupþings. markaðurinn/e.ól. Staða margra sparisjóða er slæm um þessar mundir. Sparisjóðirnir hafa að mestu leyti skilað hagnaði vegna hækkana á hlutabréfum en þegar þær hækkanir ganga til baka og vel það harðnar á dalnum. Heimildarmaður Markaðarins segir að allir þeir sparisjóðir sem eiga bréf í Kistu – fjárfestingarfélagi ehf. séu í verulegum vandræðum. Kista er næststærsti hluthafinn í Existu með um sjö prósenta hlut. Bréf Existu hafa fallið um rúmlega 80 prósent á innan við einu ári. „Kista hefur notið mikils gengishagnaðar á hlutabréfum undanfarin ár en eignin hefur verið skuldsett og veðhlutfallið orðið ákaflega lágt eftir miklar lækkanir á markaði,“ segir heimildarmaður Markaðarins. „Þetta er erfið staða fyrir þá sparisjóði sem eiga í Kistu í ljósi þess að undirliggjandi rekstur sparisjóðanna er ekki sterkur og þeir þurfa að nota fé sitt í að auka eigið fé Kistu til að halda því á floti,“ segir heimildarmaður Markaðarins. Eftirfarandi aðilar standa að Kistu – fjárfestingarfélagi ehf.: Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. (41,56%), Sparisjóður Keflavíkur (27,85%), Sparisjóður Mýrasýslu (11,65%), Eyraeldi ehf., dótturfélag Sparisjóðs Vestfirðinga (6,14%), Þrælsfell ehf., dótturfélag Sparisjóðs Húnaþings og Stranda (4,83%) og Sparisjóður Svarfdæla (7,97%).möguleikar til hagræðingarFriðrik Már Baldursson Prófessor við Háskólann í Reykjavík.„Það er ljóst að núverandi aðstæður er mjög erfiðar fyrir allar fjármálastofnanir,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og forstöðumaður greiningar Kaupþings. Hann bendir á að sparisjóðirnir láni mun meira til einstaklinga en fyrirtækja sem gæti komið sér vel.Fjárhagsleg staða íslenskra heimila hefur sjaldan verið sterkari enda er helftin af lánum þeirra verðtryggð með fastri ávöxtunarkröfu. Það hefur fram til þessa verið mikill kostur og það sýndi sig til að mynda í niðursveiflunni 1989-1994 að vanskil í einstaklingslánum voru mun minni en í fyrirtækjalánum. Sterk staða í einstaklingsþjónustu mun því vera góð stoð fyrir sparisjóðina en hins vegar hafa þeir margir verið að færa út kvíarnar í fyrirtækjaþjónustu sem gæti haft meiri áhættu í för með sér,“ segir hann.Ásgeir telur mikla hagræðingarmöguleika í íslensku fjármálakerfi eftir útrásina undanfarin ár. „Það liggur fyrir að hægt er að sinna sömu þjónustu með færra fólki,“ segir Ásgeir.Ásgeir telur rekstrarfyrirkomulag sparisjóðanna barn síns tíma. „Gamla sjálfseignarfyrirkomulag sparisjóðanna þar sem eignarhald leikur á tvennu gengur ekki nú til dags þar sem það samræmist ekki nútímafjármálaumhverfi,“ segir Ásgeir.„Rekstur fjármálastofnana er erfiður, sérstaklega fyrir smáar stofnanir sem starfa mestmegnis innanlands. Innlend fjármögnun er bæði dýr og þröng um þessar mundir og gerði Seðlabankinn fjármögnun enn erfiðari með aðgerðum sínum til að halda uppi gengi krónunnar,“ segir Ásgeir. Hann segir ljóst að við núverandi aðstæður þar sem stýrivextir eru mjög háir og ríkið er í óða önn að gefa út bréf á þessum háu vöxtum þurrkar það upp fjármálamarkaðinn. Hann bendir á að aðgerðir Seðlabankans geri innlendum fjármálafyrirtækjum erfitt fyrir þar sem fjármagn leitar til Seðlabankans í stað þess að leita til fjármálastofnana í formi innlána.Ásgeir telur að við slíkar aðstæður skapist eins konar innlend gjaldeyriskrísa sem bitnar hve harðast á smáum fjármálastofnunum líkt og sparisjóðum.Sparisjóðirnir verja sig ekkiPétur Blöndal Alþingismaður. markaðurinn/stefánGeirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, telur stöðu sparisjóðanna ágæta en misjafna. Hann segir að margir minni sparisjóðir fjármagni sig nær einvörðungu með innlánum en aðrir leita á lánsfjármarkað líkt og stóru bankarnir.Spurður um hvort sparisjóðirnir notist við einhvers konar eiginfjárvarnir til að verjast falli krónunnar segir Geirmundur: „Erlend lán eru ákaflega lítill hluti af okkar lánasafni og gengisfall krónunnar hefur því ekki mikil bein áhrif á rekstur okkar.“ Hann bendir á að sparisjóðirnir láni áfram til viðskiptavina þau erlendu lán sem sparisjóðurinn tekur. Áhrif af gengisfalli krónunnar eru einungis óbein segir Geirmundur, gegnum verri skuldastöðu viðskiptavina sparisjóðsins.Í sama streng tekur Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs. „Við höfum ekki notað eiginfjárvarnir á sama hátt og viðskiptabankarnir. Við höfum tekið erlend lán sem við höfum lánað áfram til okkar viðskiptavina og haldið gjaldeyrisjöfnuði með þeim hætti,“ segir hann og bætir við að um fjórðungur útlána þeirra sé í erlendri mynt.Hagkvæmni í rekstri„Breytingar á markaði krefjast stærri eininga bæði varðandi stærðarhagkvæmni í rekstri og ekki síður vegna stærðarhagkvæmni í lántöku. Auk þess er krafa um betri rekstrarafkomu sparisjóða,“ segir Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.„Samvinna á sviði lánveitinga jafnt sem lántöku er nauðsynleg vegna smæðar sparisjóðanna. Sparisjóðirnir geta ekki veitt samsvarandi þjónustu og stærri bankar og þurfa því að vinna með öðrum,“ segir Pétur. Pétur segir að þeir sem tilnefna í stjórnir sparisjóða hafi ekki endilega hagsmuni af því að sparisjóðir skili arði þar sem þeir fá ekkert af því sjálfir og gætu reynt að ná sínum hagsmunum fram með öðrum hætti. Slíkt getur kallað fram önnur sjónarmið, há stjórnarlaun, góð lífeyrisréttindi eða að ná þessum áhrifum fram með öðrum hætti en hækkun hlutabréfa. Stjórnir sparisjóða noti völd sín til óbeinna áhrifa í viðskiptalífinu með einhverju móti.„Það er enginn sem á þetta fé, það getur vel verið að sjálfseignarstofnanir eigi rétt á sér í smærri stofnunum en þegar stofnanir velta svona miklu þá er hætta á að menn misnoti völd og fé með einhverjum hætti,“ segir Pétur.Spurður um hvort sparisjóðaformið væri að líða undir lok segir Pétur að það séu margir sem trúa því að sparisjóðaformið sé hið eina rétta, en þar tvinnast inn stjórnmálaskoðanir manna, hvort menn séu hlynntir sameign eða séreign.“ Ég hef ekki trú á því að sparisjóðsformið sé hið rétta,“ segir Pétur.Kaupfélög nútímans„Sparisjóðirnir byrjuðu sem bankar fátæka fólksins þar sem almúgurinn gat ekki opnað reikning í hefðbundnum lánastofnunum. Sparisjóðirnir eru merkilegt fyrirbrigði og þjónuðu mikilvægu samfélagslegu hlutverki á sínum tíma. Sá tími er liðinn,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.„Það er gjarnan ætlast til þess að sparisjóðir í smærri byggðum láni til heimabyggðar. Ef sparisjóður í litlu plássi hverfur þá verður aðgangur að lánsfé slakari. Það er augljóst að hér á höfuðborgarsvæðinu hafa sparisjóðirnir ekki sama samfélagslega hlutverk og áður fyrr. Sparisjóðirnir eru að þróast í átt að venjulegum bönkum.„Mikill hluti af eiginfé sparisjóðanna er til komið vegna gengishagnaðar af hlutabréfum í Kaupþingi og öðrum félögum,“ segir Friðrik. Hann bendir á að frumskilyrði fyrir því að sparisjóðir geti sameinast öðrum fjármálastofnunum er hlutafélagavæðing. Sparisjóðir geta þó sameinast innbyrðis án þess að hlutafélagavæðast.Friðrik segir að líkja megi sparisjóðunum við kaupfélögin. „Kaupfélögin náðu ekki að laga sig að breyttum tíma og voru rekin með verðbólguhagnaði,“ segir Friðrik. Sparisjóðirnir hafa þróast frá því að vera bankar alþýðunnar með samfélagslegt hlutverk en ná vegna smæðar sinnar ekki að standast kröfur tímans um hagkvæmni í rekstri. Undir smásjánni Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Staða margra sparisjóða er slæm um þessar mundir. Sparisjóðirnir hafa að mestu leyti skilað hagnaði vegna hækkana á hlutabréfum en þegar þær hækkanir ganga til baka og vel það harðnar á dalnum. Heimildarmaður Markaðarins segir að allir þeir sparisjóðir sem eiga bréf í Kistu – fjárfestingarfélagi ehf. séu í verulegum vandræðum. Kista er næststærsti hluthafinn í Existu með um sjö prósenta hlut. Bréf Existu hafa fallið um rúmlega 80 prósent á innan við einu ári. „Kista hefur notið mikils gengishagnaðar á hlutabréfum undanfarin ár en eignin hefur verið skuldsett og veðhlutfallið orðið ákaflega lágt eftir miklar lækkanir á markaði,“ segir heimildarmaður Markaðarins. „Þetta er erfið staða fyrir þá sparisjóði sem eiga í Kistu í ljósi þess að undirliggjandi rekstur sparisjóðanna er ekki sterkur og þeir þurfa að nota fé sitt í að auka eigið fé Kistu til að halda því á floti,“ segir heimildarmaður Markaðarins. Eftirfarandi aðilar standa að Kistu – fjárfestingarfélagi ehf.: Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. (41,56%), Sparisjóður Keflavíkur (27,85%), Sparisjóður Mýrasýslu (11,65%), Eyraeldi ehf., dótturfélag Sparisjóðs Vestfirðinga (6,14%), Þrælsfell ehf., dótturfélag Sparisjóðs Húnaþings og Stranda (4,83%) og Sparisjóður Svarfdæla (7,97%).möguleikar til hagræðingarFriðrik Már Baldursson Prófessor við Háskólann í Reykjavík.„Það er ljóst að núverandi aðstæður er mjög erfiðar fyrir allar fjármálastofnanir,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og forstöðumaður greiningar Kaupþings. Hann bendir á að sparisjóðirnir láni mun meira til einstaklinga en fyrirtækja sem gæti komið sér vel.Fjárhagsleg staða íslenskra heimila hefur sjaldan verið sterkari enda er helftin af lánum þeirra verðtryggð með fastri ávöxtunarkröfu. Það hefur fram til þessa verið mikill kostur og það sýndi sig til að mynda í niðursveiflunni 1989-1994 að vanskil í einstaklingslánum voru mun minni en í fyrirtækjalánum. Sterk staða í einstaklingsþjónustu mun því vera góð stoð fyrir sparisjóðina en hins vegar hafa þeir margir verið að færa út kvíarnar í fyrirtækjaþjónustu sem gæti haft meiri áhættu í för með sér,“ segir hann.Ásgeir telur mikla hagræðingarmöguleika í íslensku fjármálakerfi eftir útrásina undanfarin ár. „Það liggur fyrir að hægt er að sinna sömu þjónustu með færra fólki,“ segir Ásgeir.Ásgeir telur rekstrarfyrirkomulag sparisjóðanna barn síns tíma. „Gamla sjálfseignarfyrirkomulag sparisjóðanna þar sem eignarhald leikur á tvennu gengur ekki nú til dags þar sem það samræmist ekki nútímafjármálaumhverfi,“ segir Ásgeir.„Rekstur fjármálastofnana er erfiður, sérstaklega fyrir smáar stofnanir sem starfa mestmegnis innanlands. Innlend fjármögnun er bæði dýr og þröng um þessar mundir og gerði Seðlabankinn fjármögnun enn erfiðari með aðgerðum sínum til að halda uppi gengi krónunnar,“ segir Ásgeir. Hann segir ljóst að við núverandi aðstæður þar sem stýrivextir eru mjög háir og ríkið er í óða önn að gefa út bréf á þessum háu vöxtum þurrkar það upp fjármálamarkaðinn. Hann bendir á að aðgerðir Seðlabankans geri innlendum fjármálafyrirtækjum erfitt fyrir þar sem fjármagn leitar til Seðlabankans í stað þess að leita til fjármálastofnana í formi innlána.Ásgeir telur að við slíkar aðstæður skapist eins konar innlend gjaldeyriskrísa sem bitnar hve harðast á smáum fjármálastofnunum líkt og sparisjóðum.Sparisjóðirnir verja sig ekkiPétur Blöndal Alþingismaður. markaðurinn/stefánGeirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, telur stöðu sparisjóðanna ágæta en misjafna. Hann segir að margir minni sparisjóðir fjármagni sig nær einvörðungu með innlánum en aðrir leita á lánsfjármarkað líkt og stóru bankarnir.Spurður um hvort sparisjóðirnir notist við einhvers konar eiginfjárvarnir til að verjast falli krónunnar segir Geirmundur: „Erlend lán eru ákaflega lítill hluti af okkar lánasafni og gengisfall krónunnar hefur því ekki mikil bein áhrif á rekstur okkar.“ Hann bendir á að sparisjóðirnir láni áfram til viðskiptavina þau erlendu lán sem sparisjóðurinn tekur. Áhrif af gengisfalli krónunnar eru einungis óbein segir Geirmundur, gegnum verri skuldastöðu viðskiptavina sparisjóðsins.Í sama streng tekur Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs. „Við höfum ekki notað eiginfjárvarnir á sama hátt og viðskiptabankarnir. Við höfum tekið erlend lán sem við höfum lánað áfram til okkar viðskiptavina og haldið gjaldeyrisjöfnuði með þeim hætti,“ segir hann og bætir við að um fjórðungur útlána þeirra sé í erlendri mynt.Hagkvæmni í rekstri„Breytingar á markaði krefjast stærri eininga bæði varðandi stærðarhagkvæmni í rekstri og ekki síður vegna stærðarhagkvæmni í lántöku. Auk þess er krafa um betri rekstrarafkomu sparisjóða,“ segir Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.„Samvinna á sviði lánveitinga jafnt sem lántöku er nauðsynleg vegna smæðar sparisjóðanna. Sparisjóðirnir geta ekki veitt samsvarandi þjónustu og stærri bankar og þurfa því að vinna með öðrum,“ segir Pétur. Pétur segir að þeir sem tilnefna í stjórnir sparisjóða hafi ekki endilega hagsmuni af því að sparisjóðir skili arði þar sem þeir fá ekkert af því sjálfir og gætu reynt að ná sínum hagsmunum fram með öðrum hætti. Slíkt getur kallað fram önnur sjónarmið, há stjórnarlaun, góð lífeyrisréttindi eða að ná þessum áhrifum fram með öðrum hætti en hækkun hlutabréfa. Stjórnir sparisjóða noti völd sín til óbeinna áhrifa í viðskiptalífinu með einhverju móti.„Það er enginn sem á þetta fé, það getur vel verið að sjálfseignarstofnanir eigi rétt á sér í smærri stofnunum en þegar stofnanir velta svona miklu þá er hætta á að menn misnoti völd og fé með einhverjum hætti,“ segir Pétur.Spurður um hvort sparisjóðaformið væri að líða undir lok segir Pétur að það séu margir sem trúa því að sparisjóðaformið sé hið eina rétta, en þar tvinnast inn stjórnmálaskoðanir manna, hvort menn séu hlynntir sameign eða séreign.“ Ég hef ekki trú á því að sparisjóðsformið sé hið rétta,“ segir Pétur.Kaupfélög nútímans„Sparisjóðirnir byrjuðu sem bankar fátæka fólksins þar sem almúgurinn gat ekki opnað reikning í hefðbundnum lánastofnunum. Sparisjóðirnir eru merkilegt fyrirbrigði og þjónuðu mikilvægu samfélagslegu hlutverki á sínum tíma. Sá tími er liðinn,“ segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.„Það er gjarnan ætlast til þess að sparisjóðir í smærri byggðum láni til heimabyggðar. Ef sparisjóður í litlu plássi hverfur þá verður aðgangur að lánsfé slakari. Það er augljóst að hér á höfuðborgarsvæðinu hafa sparisjóðirnir ekki sama samfélagslega hlutverk og áður fyrr. Sparisjóðirnir eru að þróast í átt að venjulegum bönkum.„Mikill hluti af eiginfé sparisjóðanna er til komið vegna gengishagnaðar af hlutabréfum í Kaupþingi og öðrum félögum,“ segir Friðrik. Hann bendir á að frumskilyrði fyrir því að sparisjóðir geti sameinast öðrum fjármálastofnunum er hlutafélagavæðing. Sparisjóðir geta þó sameinast innbyrðis án þess að hlutafélagavæðast.Friðrik segir að líkja megi sparisjóðunum við kaupfélögin. „Kaupfélögin náðu ekki að laga sig að breyttum tíma og voru rekin með verðbólguhagnaði,“ segir Friðrik. Sparisjóðirnir hafa þróast frá því að vera bankar alþýðunnar með samfélagslegt hlutverk en ná vegna smæðar sinnar ekki að standast kröfur tímans um hagkvæmni í rekstri.
Undir smásjánni Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira