Gæti orðið dýrt að halda bréfunum 16. janúar 2008 00:01 „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“ Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
„Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skuldabréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skuldabréfamarkaði endurspegla mismunandi væntingar á markaðnum um hvenær vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mánuði, enda eiga menn þá kost á góðum peningamarkaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skuldabréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur allajafna þau áhrif að verðbólguhættan eykst og það þýðir að virði verðtryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunarkrafan lækkar. „Yfirleitt er það þannig að þegar krónumarkaðurinn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaðurinn sér. Það hefur þó aðeins breyst undanfarið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónarmið um aukna hættu á verðbólgu og væntingar um að vaxtalækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira