Líkfundarmaður var ólöglegur í landinu í þrjá mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. nóvember 2007 14:32 Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill. Líkfundarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill.
Líkfundarmálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira