Stuðningsmenn Liverpool fylkjast um Benitez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 09:55 Rafa Benitez er vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Nordic Photos / Getty Images Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira
Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira