Byltingarkennd tilraun Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 29. september 2007 18:45 Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira
Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Í dag var undirritaður með viðhöfn samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Columbia háskóla í Bandaríkjunum og Rannsóknarráðs Frakklands um viðamikla rannsókn á því hvort raunhæft sé að breyta koltvísýringsmengun í grjót. Tilraunirnar færast nú út af rannsóknarstofunum og inn í Hellisheiðarvirkjun sem blæs nú um 30 þúsund tonnum af koltvísýringi frá sér á ári - en ef allt gengur upp - gæti hún orðið koltvísýringsfrí. Ýmsir vísuðu í töfra og ævintýri í dag - engin furða - því það er lyginni líkast fyrir leikmann að hugsanlega verði hægt að blanda hinum skaðlega koltvísýringi við vatn, dæla honum niður á 400-800 metra dýpi, ofan í gljúpt basaltið þar sem mengað vatnið hvarfast og verður að fallegu silfurbergi. Aðeins 3-5 ár eru í niðurstöður. Forseti Íslands segir þetta mikilvægasta rannsóknarverkefni sem unnið er á Íslandi nú um stundir - og einstakt að reynt væri að breyta koltvísýringi í fast efni - eða silfurberg. Basaltlög eru víða í heiminum, meðal annars á Íslandi, í Bandaríkjunum, Indlandi og Rússlandi og ef niðurstaðan er jákvæð væri víða hægt að koma upp dælustöðvum, segir forsetinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Sjá meira