Brottvísun fyrir mótmæli? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. september 2007 18:45 Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar. Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur farið fram á það við Útlendingastofnun að vísa burt úr landi hinni 23ja ára gömlu Miriam Rose sem hefur tekið þátt í mótmælum Saving Iceland. Í sumar sat hún af sér 100 þúsund króna sekt með 8 daga fangelsisvist en dóminn hlaut hún fyrir að klifra upp í burðarvirki á vinnsusvæði Bechtel í Reyðarfirði og neita að hlíta fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið. Miriam, sem er trúlofuð íslenskum pilti, fékk nýverið bréf frá Útlendingastofnun um mögulega brottvísun og bann á endurkomu til Íslands. Í bréfinu er vísað til tveggja greina Útlendingalaga: - Í annarri þeirra segir að heimilt sé að vísa EES eða EFTA útlendingi úr landi - ef það er nauðsynlegt með skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis. - Í hinni stendur að brottvísun megi framkvæma ef háttsemi útlendingsins felur í sér raunverulega og nægilega alvarlega ógn gagnvart grundvallarþjóðfélagssjónarmiðum. Ekki náðist í Miriam í dag, en Saving Iceland sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem segir að ásökun um að Miriam ógni grundvallargildum samfélagsins sé fráleit. Ennfremur að: "...verði henni vísað úr landi er það vegna skoðana hennar en ekki af því að íslensku samfélagi stafi ógn af veru hennar hér." Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu í dag að Miriam gæti nú kynnt sínar athugasemdir og síðan yrði tekin afstaða til málsins. Um 30 útlendingum er vísað úr landi á ári hverju, langflestir eru refsifangar.
Fréttir Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira