iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi 31. ágúst 2007 18:18 Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás.
Tækni Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira