Verðmætara að passa fé en börn 20. ágúst 2007 18:45 Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira