Verðmætara að passa fé en börn 20. ágúst 2007 18:45 Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum.Mikil ólga er meðal almennra starfsmanna á leikskólum Reykjavíkur eftir að fregnir bárust af álagsgreiðslum til leikskólakennara vegna manneklu í skólunum. Um 55% starfsmanna á leikskólunum eru ekki með kennaramenntun og fá ekki þessar greiðslur. Stéttarfélag þeirra, Efling, hefur krafist þess að eitt gangi yfir alla - enda bitni aukið álag á öllum, ekki bara kennaramenntuðum. Til stóð að fulltrúar Eflingar ræddu kröfur sínar við borgina í dag en fundinum var frestað. Á Seltjarnarnesi ákváðu bæjaryfirvöld í samvinnu við leikskólafólk að allir starfsmenn leikskólanna fengju þessar viðbótargreiðslur. Hversu háar - eða hversu lengi, er þó óákveðið.Það dugði þó ekki til að halda í Beötu Tarasuik. Beata er pólsk og hefur búið á Íslandi í 16 ár. Síðastliðin níu ár hefur hún starfað á leikskólanum Sólbrekku og haft unun af. Hún segir það skemmtilegt og mjög gefandi.En Beötu er ekki skemmt yfir laununum. Hún er komin í efsta þrep, með 9 ára starfsreynslu, fullt af námskeiðum og launin - 170 þúsund krónur á mánuði. Hærra kemst hún ekki - nema hún læri til leikskólakennara - sem eru þrjú ár í háskóla. Við það myndu launin hækka, en svo lítið að Beötu finnst það ekki borga sig. Hún sagði því upp nýlega.Brátt tekur við gjaldkerastarf hjá Glitni. Ljóst er að við það hækkar hún verulega í launum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira