Heilbrigðisráðherra vill bjór í búðir 26. júlí 2007 18:59 Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér. Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra styður sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Þjóðin drekkur í dag tæplega þriðjungi meira en markmið heilbrigðisáætlunar stjórnvalda gerir ráð fyrir. Sem óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi heilbrigðisráðherra, fyrir því að fólk gæti keypt sér léttvín og bjór um leið og það verslar í matinn. Síðast talaði hann fyrir málinu í febrúar á þessu ári og var þá fyrsti flutningsmaður frumvarps sem fjórtán þingmenn í þremur flokkum stóðu að. Frumvarpið var hársbreidd frá því að komast í gegn. Allsherjarnefnd alþingis samþykkti málið - að undanskyldum fulltrúa Vinstri grænna. Í áliti nefndarinnar kom fram að hún teldi "eðlilegt að sala á vörum og þjónustu væri á hendi einkaaðila" og að með frumvarpinu væri "stigið lítið skref í þá átt að gera sölu á áfengi frjálsa eins og tíðkast víða í nágrannalöndunum." Svo virðist sem Vinstri grænir hafi tekist að kippa því út af dagskrá með því að hóta málþófi. Þegar fréttastofa hafði samband við heilbrigðisráðherra í dag vildi hann ekki koma í viðtal. Hann sagði afstöðu sína hins vegar ekki hafa breyst í stóli ráðherra - en að hann myndi ekki beita sér fyrir framgangi þess innan ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heilbrigðisáætlun stjórnvalda, sem gildir til 2010, er eitt af sjö forgangsverkefnum heilbrigðisyfirvalda að áfengisneysla verði ekki meiri en fimm lítrar af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri. Vísað er til þess að árið 1998 drakk þjóðin rösklega fimm og hálfan lítra af hreinum vínanda. Heilbrigðisyfirvöld eru fjarri því að ná settu marki. Ári eftir að áætlunin tók gildi var neyslan komin heilan lítra fram yfir markmið stjórnvalda, upp í 6,53 lítra. Síðustu þrjú ár hefur neyslan aukist jafnt og þétt og var í fyrra komin í 7,2 lítra - og er þar með orðin rösklega þrjátíu prósent meiri en stjórnvöld höfðu óskað sér.
Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira