Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum.
Heinimann hefur mikla reynslu úr lyfjageiranum en hann var áður markaðs- og sölustjóri hjá þýska lyfjafyrirtækinu CT Arzneimittel í Berlín, að því er fram kemur í tilkynningu frá Actavis.